moodle

Stærðfræðimyndbönd

Í hverri viku (með örfáum undantekningum) eru sett fyrir Moodle stærðfræðiverkefni í unglingadeild í Giljaskóla. Ætlast er til að nemendur vinni þessi dæmi heima og er myndböndunum á þessari síðu ætlað að styðja við þann heimalærdóm.

Undir bekkjum í valflipa efst til vinstri má velja þau heimadæmi sem við á og þar eru tíu myndbönd, eitt fyrir hvert dæmi.

Dæmin eru frábær upprifjun á aðferðum sem notaðar eru og viðhalda stærðfræðiþekkingu nemenda. Kennari hefur aðgang að niðurstöðum nemenda og getur fylgst með því hvort dæmin eru unnin eða ekki.