Viðfangsefni menntabúðanna eru margvísleg eins og alltaf. Dagskráin mótast fram að menntabúðunum og tekur mið af því sem við öll leggjum fram.
Kl. 16:15 - 16:30 Móttaka í sal Dalvíkurskóla (gengið inn um aðalinngang skólans)
Kl. 16:30 - 17:05 Fyrri lota menntabúðanna
Kl. 17:05 - 17:30 Kaffi í sal
Kl. 17:30 - 18:05 Seinni lota menntabúða
Hvað er #Eymennt?
#Eymennt er samstarfsverkefni nokkurra skóla við Eyjafjörð um menntabúðir í upplýsingatækni í skólastarfi og margvísleg verkefni sem vert er að deila meðal skólafólks. Skólarnir eru Hrafnagilsskóli, Brekkuskóli, Oddeyrarskóli, Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli, Giljaskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar.
Á skólaárinu 2022-2023 er áformað að halda 3 menntabúðir. Menntabúðirnar eru opnar öllum áhugasömum kennurum og skólastjórnendum af öllum skólastigum.