ABCD kynning

Verkefnalýsing

Einstaklingsverkefni. Ekki metið til einkunnar en krafist er skila til að uppfylla markmið námskeiðsins.

ABCD felur í sér að nemendum er skipt í fjögurra manna hópa þar sem aðilar hafa mismunandi hlutverk. Allir fara í öll hlutverkin.

A: Segir á hnitmiðaðan hátt (í 5 mín) frá innihaldi og áherslum þess sem hann hafði kynnt sér og spyr að lokum hina í hópnum spurningar sem vaknaði hjá honum við lesturinn.

B og C: Samræða um efni greinarinnar út frá leiðandi spurningu. A – aðilanum ber að halda sér utan við þær umræður þar til í lokin en punkta hjá sér atriði sem hann vill ræða eftirá.

D: ritari – passar upp á tímann, dregur saman kjarnann úr umræðunum og greinir frá þeim í lokin. Þá gefst A tækifæri til að tjá sig og bregðast við umræðunum.

ABCD kynning

Í lotunni í nóvember var hópastarf þar sem allir í hópnum kynntu kafla úr bókinni Teacher Learning and Leadership efti Ann Lieberman, Carol Campbell og Önnu Yashkina. Einnig var hægt að kynna fræðigrein um efnið.

Ég valdi mér kafla 4 úr bókinni og stöllurnar þrjár sem ég vann með völdu sér eina grein og síðan hvor um sig sitt hvorn kaflann úr bókinni. Við settum efnið okkar saman í eina glærusýningu svo við gætum allar átt aðgengi að vinnu hverrar annarar.