Yfirlit yfir helstu aðgerðir menntastefnunnar, árangur og stöðu er að finna í yfirlitsskjalinu ,,Aðgerðabinding og viðmið menntastefnu Árborgar". Yfirlitsskjalið hjálpar fræðslu- og frístundanefnd að fylgja eftir þeim mælikvörðum sem sveitarfélagið setur í menntastefnu sinni.
Aðgerðaáætlun mennta- og frístunda stofnana sveitarfélagsins nær til að minnsta kosti þriggja ára en það er sá tími sem tekur gæðaráð stofnananna að koma á kerfisbundnu innra mati sem nær yfir alla þætti mennta- og frístundastarfins.
Hugtakið skólanámskrá er notað í bæði leik-, tón- og grunnskólum. Allir skólarnir eru bundnir af því að útfæra áherslur aðalnámskrár á faglegan hátt og færa rök fyrir því hvernig skólarnir ætla sér að nýta það svigrúm sem þeir hafa til að setja sína eigin sýn og áherslur.
Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár og þar gerir hver skólastofnun grein fyrir því hvernig markmiðum er náð, hvaða aðferðum er beitt og hvernig mat er lagt á það starf sem þar fer fram. Aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla.
Bæði leik-, tón- og grunnskólar og frístundastarf er bundið af því að starfsáætlun lýsi fyrirhugaðri starfsemi á skólaárinu. Í handbók Árborgar um innleiðingu menntastefnunnar er hugtakið starfsáætlun notað fyrir allar skóla- og frístundastofnanir sveitarfélagsins. Mikilvægt er að meta árangur af starfsáætlunum að vori og að starfsáætlun sé ávallt kynnt fræðslu- og frístundanefnd að hausti.
Mat á starfsáætlun er mikilvægur liður í innra mati allra skóla- og frístundastofnana.
Reglubundið og skipulagt innra mat á að fara fram í öllu skóla- og frístundastarfi sveitarfélaga. Niðurstöður innra mats skal nýta til umbóta í öllu skóla- og frístundastarfi. Þær umbætur sem nauðsynlegt er að ráðast í þegar starfsemi stofnanana hafa verið mátaðar við þau viðmið og vísbendingar sem eru lagðar til grundvallar.
Innra mats skýrslur eru gerðar að vori og marka stöðu innleiðingar menntastefnunnar í hverri skóla- og frístundastofnun fyrir sig. Hin eiginlega aðgerðaáætlun er í senn umbótaáætlun í kjölfar innra mats. Sjá hér: Gæðaviðmið