Samræmdur gæðaprófíll menntastofnana Árborgar gefur læsilega sýn á stöðu innleiðingar menntastefnunnar og dregur upp styrka mynd af stöðu gæðamála. Viðmið og vísbendingar sveitarfélagsins byggja að mestu á viðmiðum yfirvalda menntamála og Reykjavíkurborgar auk sérstakra mælanlegra viðmiða menntastefnu Árborgar.
Mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu um gæðastarf. Flestir eða allir þættir sterkir.
Gott verklag, flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi en möguleikar á umbótum. Fleiri styrkleikar en veikleikar.
Uppfyllir viðmið um gæðastarf að mörgu leyti, einhverjir mikilvægir þættir sem þarfnast úrbóta. Fleiri veikleikar en styrkleikar.
Óviðunandi verklag, uppfyllir ekki viðmið um gæðastarf á mörgum mikilvægum þáttum. Mikil þörf á umbótum á flestum eða öllum þáttum.
Gæðaviðmið menntastefnu Árborgar byggja að mestu leyti á eftirfarandi gögnum: Gæðastarf í grunnskólum: Matsblöð með viðmiðum fyrir ytra mat á grunnskólum (Menntamálaráðuneytið, 2022), Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs (Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur (Ólafsdóttir, 2014) og Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs (Ólafsdóttir, B., & Sveinbjörnsdóttir, S. (ritstj.) 2015). Gæðaviðmiðin og vísbendingarnar hafa verið staðfærðar við sveitarfélagið Árborg en standa óbreytt að öðru leyti í fyrstu útgáfu. Til að einfalda endurskoðun er sérstökum viðmiðum, vísbendingum og markmiðum sveitarfélagsins haldið aðskildum í gæðaviðmiða gögnum sveitarfélagsins.
Hvert gæðaráð tekur viðeigandi afrit fyrir sína stofnun. Gæðaráð er skipað að hausti og setur sér fundaáætlun fyrir skólaárið sem byggir á langtímaáætlun.
Langtímaáætlun er gerð til að minnsta kosti þriggja ára í senn og afmarkar ítarlega ígrundun á matsþáttum. Mikilvægir þættir eru alltaf metnir
Gæðaráð skipuleggja fundaáætlun vetrarins þar sem tryggt er að verkefnin rúmist innan ársins. Skólastjóri stýrir starfi gæðaráðs og ber ábyrgð á starfseminni.
Innra mats skýrslur ramma inn þá stöðu sem birtist eftir að matinu er lokið og skjölin reikna út samræmdan gæðaprófíl útfrá matinu. Umbótaáætlun er hluti af skýrslunni og aðgerðaáætlun menntastefnunnar í senn.
Menntamálaráðuneytið. (2022). Gæðastarf í grunnskólum: Matsblöð með viðmiðum fyrir ytra mat á grunnskólum (3. útgáfa). Menntamálaráðuneytið.
Ólafsdóttir, B. (ritstj.). (2014). Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Ólafsdóttir, B., & Sveinbjörnsdóttir, S. (ritstj.). (2015). Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.