Laugardaginn 13. júlí kl 12 verður haldin vistræktarhviða (e. permablitz) í samstarfi Vistræktarfélags Íslands við Seljagarð borgarbýli. Skráið ykkur hér. Að þessu sinni eru það litríkir steinar og lasagna beð og geta börn og fullorðnir tekið þátt í vinnusmiðju, unnið verður með náttúruleg form og innblástur úr náttúrunni og sáð fyrir jurtum sem verða seldar á útimarkaði í lok sumars í söfnun fyrir nýju gróðurhúsi.
12:00 Kynning á deginum
12:15 Vinnusmiðja í útiskreytingu fyrir börn
12:15 Vinnusmiðja í að búa til lasagnabeð.
13:00 Súpa og brauð í boði fyrir alla þátttakendur.