Þar sem staðsetningin er á rólegum sveitabæ, býður það uppá rólegt andrúmsloft fyrir gesti okkar sem vilja njóta þess að slaka á fjarri ys og þys borgarinnar.
Einnig er þessi staðsetning frábær fyrir fjölskyldur þar sem börnin geta hlaupið og leikið sér á túnum án þess að hafa áhyggjur af umferð.
Pétursey
Á síðunni gönguleiðir.is hér fyrir neðan eru leiðbeiningar hvernig eigi að ganga upp á Pétursey, en ofan af fjallinu er fallegt útsýni yfir sveitabæinn okkar og Mýrdalinn til sjós.