Bjartur og rúmgóður veitingasalur býður upp á fallegt útsýni að Mýrdalsjökli og til sjávar, þar er boðið uppá morgunverðarhlaðborð en einnig kvöldverð eftir pöntun.
Á sólríkum degi er tilvalið að tilla sér út á verönd með einn kaldan eða kaffi.
Setustofa fyrir gesti með sætum fyrir alla og 75" tommu sjónvarpi, einnig er efri hæð sem hentar vel fyrir þá sem vilja lesa góða bók eða spila.