Verkefnin hér voru unnin á námskeiðinu Menntun og upplýsingatækni, MUT1510 við Háskólann á Akureyri á haustönn 2019.
nóvember 2019
Kennslulíkönin SAMR og TPACK.
Líkön hafa verið sett fram til að aðstoða kennara við að finna út hvernig samþætta má tækni, kennslu og nám á sem árangursríkastan hátt. Tvö þessara líkana, SAMR og TPACK, hafa hlotið hljómgrunn í heimi menntunar fyrir gagnlegar hugmyndir sem geta hjálpað kennurum að taka þýðingarmiklar ákvarðanir þegar nota á tækni til að bæta námsumhverfið. En fyrir hvað standa þessi líkön? Við fjölluðum stuttlega um grunn þeirra, bárum þau saman og reyndum að fá innsýn inn í hvernig þau hafa nýst í skólastarfi.
Við unnum verkefnið Gestir og íbúar í stafrænum heimi þar sem við fundum út hvort við erum gestir eða íbúar í okkar faglega og persónulega lífi.
David White er höfundur þessarar kenningar.
Í 3ju lotu var dótadagur.
Við fengum að prófa sýndarveruleika: Hololens, Oculus Rift, HTC Vive og Gear VR gleraugu. Spiluðum nokkra leiki og skoðuðum Google Earth VR hjá Ólafi Jónssyni, verkefnisstjóra tölvunarfræðideildar HA / HR.
Ég er kolfallin fyrir VR eftir að hafa prófað á UTís 2019 ráðstefnunni í sýndarveruleikasetrinu á Sauðárkróki og svo núna. Það væri magnað að geta auðgað sýn og upplifanir nemenda á þennan hátt.
Einnig fengum við að skoða Sphero mini í slönguspili, slímskrímsli í Stop Motion vinnu og my Create (sem finnst ekki lengur í App Store), Thunkable, Lego Wede 2.0, Sphero Bolt, Dash, Cubetto, Blue-bot, Ozobot, Bloxels Virtuali-Tee AR bækur og Merge Cube.
Myndaalbúmið sýnir hluta af því sem við fengum að skoða / prófa.
október 2019
Við fengum það verkefni að rýna í Skýrsla starfshóps um upplýsingatækni í skólastarfi – tillögur til úrbóta og áttum við að velja einn lykilþáttanna til að skrifa um.
Metnaðarfull skýrsla sem kom út árið 2014 en svo virðist sem henni hafi bara verið stungið undir stól. Við alla vega drögum þá ályktun út frá okkar lykilþætti að markmið verkefnisstjórnar eiga langt í land og mikið þarf að gerast næstu 5 árin í innleiðingu tækni í grunnskólum landsins svo úr rætist þeirra framtíðarsýn.
Ég vann verkefni í Book Creator hjá Önnu Sigrúnu Rafnsdóttur, sérfræðingi á Miðstöð skólaþróunar HA.
Ísland & Danmark. Það tók stutta stund að útbúa verkefni í Book Creator með upplestri, hlekk og myndbandi. Ég sé fyrir mér að láta nemendur vinna verkefni í þessu einfalda og flotta forriti.
Ef skólinn kaupir aðgang fást t.d. 1.000 bækur og möguleiki að búa til 10 bókasöfn, t.d. 1. bekkur, 2. bekkur, 3. bekkur o.s.frv. Það er hægt að sameina bækur nemenda og leyfa mörgum að vinna í einni bók. Kennari getur valið hvort nemendur sjá sína bók eða bók allra í bókasafninu. Nemendur geta unnið í iPad, Chrome vafra og Safari. Sími virkar ekki ennþá.
Ég vann hlaðvarpsverkefni hjá Sólveigu Zophoníasdóttur, sérfræðingi við Hug- og félagsvísindasvið HA.
Það gekk vel að vinna í þessu forriti, auðvelt að taka upp, klippa og setja tónlist undir. Maður þarf að passa hljóðið (iPadinn tók upp öll umhverfishljóð í kennslustofunni) og gæta þess að tónlistin sé ekki of há miðað við tal. Verkefnið var ekki þess efnis að það fari hér inn. ;)
september 2019
Það er að stórum hluta á ábyrgð kennara að sinna starfsþróun og leiðirnar margvíslegar. Öll skólaþróun skal vera í þágu nemenda. Starf kennara er margslungið og verkefnin mörg. Kennarar þurfa því að velja vel hvað hentar til að þróa sig í starfi og af því leiði að nemendum standi til boða fjölbreytt kennsla og áhugaverð verkefni. Ein leið sem kennarar hafa valið síðustu ár og sífellt fleiri velja er að nota samfélagsmiðla. Twitter hefur verið að ryðja sér til rúms og þar hefur myndast öflugt samfélag kennara sem tístir undir #menntaspjall. En hvað gerir Twitter fyrir kennara? Til að fá svör við þeirri spurningu og fleiri fengum við Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóra viðGiljaskóla, til að segja okkur frá sinni reynslu.
Viðtal við Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóra við Giljaskóla, 20. september 2019 um Twitter og #menntaspjall.
Við gerð verkefnisins notuðum við Google Drive, Google Docs, iMovie, Pages og Voice Memos. Auk þess samskiptaforritin Messages, Messenger og Slack.