Íþróttahús

Kynning á starfsemi Alcoa Fjarðaáls ásamt því sem

gestir geta skoðað ýmis tól og tæki sem notuð eru í starfsemi fyrirtækisins. Fallvarnabúnaðurinn verður á svæðinu og hægt að prófa.

Félagskonur í félagi fagkvenna verða á svæðinu. Tilgangur félagsins er að hvetja konur til að sækja nám og störf í því sem telst vera karllægar iðngreinar og búa til öflugt stuðningsnet. Kíktu við.

Nám í heimabyggð – Háskólinn á Akureyri býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að þú þarft ekki að flytja til að stunda háskólanámið. Kynntu þér einstök námstækifæri í sjávarútvegsfræði/viðskiptafræði og tölvunarfræði

HSA býður upp á blóðþrýstingsmælingar, mettungarmælingar og blóðsykurmælingar. Settu heilsuna í forgang!

Hvað er fallegasta orðið í íslensku?

Getur þú hjálpað okkur að finna nafn á nýja salinn okkar? Fáðu þér kaffi í salnum, finndu innblásturinn og leggðu hugmynd inn í hugmyndasamkeppnina

Viltu prófa að sjóða? Launafl býður ykkur að prófa ásamt því að kynna fyrirtækið og ýmis tól og tæki sem það nýtir í störfum sínum. Skotbómubíllinn verður einnig til sýnis fyrir utan!

Könglar er austfirskt nýsköpunarverkefni sem hefur það að megin markmið að nýta með sjálfbærum hætti íslenskar villijurtir í gerð einstakra drykkja og lystaukandi afurðir. Kynntu þér málið!"Hvernig virkar það?" Taktu þátt í rafbílavæðingunni og kynntu þér það nýjasta í hleðslustöðvum fyrir bíla!

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fer nú fram í annað sinn í samstarfi VA og Matís. Í ár unnu nemendur á unglingastigi í grunnskólum Fjarðabyggðar með þara og þang. Hittu frumkvöðla framtíðarinnar og kynnstu verkefnunum þeirra.


Forseti Íslands mun veita verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar kl. 14:00.

Í tæknivæddu samfélagi nútímans er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns svo samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til 90% af sveitum landsins og til 43 þéttbýliskjarna. Lengd dreifikerfisins er 9.000 km og þar af eru 62% jarðstrengir. Fyrirtækið rekur einnig fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. Buggybíllinn verður á svæðin og ýmis tæki og tól sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Kíktu í bás Rarik og kynntu þér málið!

Hvernig virkar minnið?

Hvernig skynjum við?

Kíktu í sálfræðibásinn og fáðu svör við þessum spurningum

Prófaðu að ganga um sýndarheima hins forna klausturs eða svífa yfir Austfjörðum í 360° VR. Kynning á stafrænum lausnum til skrásetningar og miðlunar.

Ert þú eldklár !

Langar þig að fræðast um eldvarnir heimilisins?

Viltu fræðast um notkun og staðsetningu slökkvitækja?

Hvernig virkar reykskynjarinn ?

Hvernig virka holutappar? Kynntu þér starfsemi VHE!

Bóknámshús

Doddi kryfur

Já, sumt er einfaldlega ómissandi ... klassískt atriði sem vekur lukku á ári hverju hjá ungum og öldnum ... ,,Doddi kryfur" ...að öllum líkindum verður minkur undir hnífnum í ár ... og þó, Doddi getur nú verið óútreiknanlegur :)

Stofa 1

Kl. 15:00

Fataskiptasláin

Er fullt af fatnaði í skápunum sem þú ert löngu hætt/hættur að nota? Komdu með það á fataskiptaslána, hún verður uppi á Tæknideginum!

Hársnyrtideildin verður opin. Kynntu þér námið í hárinu og sjáðu flottustu greiðslurnar!


Stofa 3

Kaffi og með því

Skoðaðu nýju aðstöðuna í skólanum, sestu niður í nýja salinn og fáðu þér kaffi og með í boði skólans!

Gerðu litríkar tilraunir með nemendum á náttúruvísindabraut í VA!


Stofa 4

Síldarvinnslan kynnir ýmislegt sem tengist starfsemi fyrirtækisins og býður gestum upp á spennandi smakk.

Stofa 5

Viltu prófa að rata í gegn um reykfyllt herbergi ?

3. hæð

Gettubetur

VA er meðal bestu skóla á landinu í spurningakeppnum.

Þorir þú að spreyta þig á Gettubetur prófinu sem lagt var fyrir nemendur á dögunum?

Stofa 2

Verknámshús

Vissir þú að nemendur VA smíða smáhýsi frá A - Ö? Og leggja rafmagnið í það líka?

Opið hús í trédeild - kíktu við, sjáðu nemendur að störfum og kynntu þér námið.

Það verða verkefni í boði fyrir verðandi nemendur okkar.

Skoðaðu aðstöðuna, finndu timburlyktina. Spjallaðu við nemendur og kennara.

Logarnir leikandi: Geta logarnir leikið í takt við tónlist? Heillandi og dáleiðandi eldpípa sem þeir Arnar og Varði, kennarar í VA, bjuggu til. Sjón er sögu ríkari!

Allt á útopnu í Fab Lab - þrívíddarprentun, vínylskeri, laserskeri ... stafræn framleiðsla í allri sinni dýrð.

Mynd með hæðarlínum og – litum er varpað með skjávarpa niður á kassa sem fylltur er með ljósum sandi. Þrívíddarmyndavél sem skynjar hæðir og lægðir í sandinum er svo beint á sandinn. Tækin ,,tala saman“ og þannig er hægt að móta landslag með því að búa til hóla og hæðir í sandinn. Einnig er hægt að láta sýndarveruleikavatn flæða ofan í dældir í sandinum, eins og flóð myndu flæða niður hlíðar fjalla og ofan í dali.

Viltu aðstoða við að ræsa díselvél?

Eða vinna í vélarrúmshermi?

Ekki láta þig vanta í málmdeildina.

Hvað gerir rafiðnaðarfólk? Hvað er rafbók.is? Kynnist störfum í rafiðnaði.

Vissir þú að nemum í rafiðn stendur til boða þátttaka í alþjóðlegum keppnun?

Ertu hræddur/hrædd við rafmagn? Félag íslenskra rafvirkja ætlar að kynna fyrir þér hvað þarf að varast og hvernig við gerum rafmagn öruggt.

Rafmennt verða á svæðinu og taka þátt í kynningu á rafiðn.

Í rafdeildinni verður nóg að skoða og prófa.