Íþróttahús

Kynning á starfsemi Alcoa Fjarðaáls ásamt því sem gestir geta skoðað ýmis tól og tæki sem notuð eru í starfsemi fyrirtækisins. 

Vilt þú prófa skynfærin til að upplifa mat, t.d. hlusta á hljóðin sem koma þegar við tyggjum mismunandi káltegundir, finna lyktir af mismunandi kryddum o.fl. skemmtilegt? Kíktu við!

Efla mun sýna ýmis tæki og tól sem fyrirtækið notar í vinnu sinni. Skoðaðu drónana og skannana!Egersund Island eru öllum hnútum kunnugir þegar að kemur að veiðarfæragerð og viðhaldi á þeim.  Fyrirtækið er líka að þjónusta fiskeldisfyrirtæki með ýmiskonar búnaði og viðhaldi honum tengdum.  Komið og skoðið tækin og þjónustuna sem þau bjóða uppá fyrir einn stærsta iðnað landsins.

Eygló er samstarfsverkefni um eflingu hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi. Kynntu þér málið og skoðaðu sýningartúrbínu frá Landsvirkjun í leiðinni!Félagskonur í félagi fagkvenna verða á svæðinu. Tilgangur félagsins er að hvetja konur til að sækja nám og störf í því sem telst vera karllægar iðngreinar og búa til öflugt stuðningsnet. Kíktu við.

Fjarðabásar

Fjarðabásar er verslun í Molanum á Reyðarfirði sem býður upp á sölu og kaup á notuðum vörum þar sem fólk getur bókað sér bás, selt notuð föt og fylgihluti úr sínum eigin fataskáp og þannig verið partur af hringrásinni. 

Básaleigjendur sjá sjálfir um að verðleggja og verðmerkja vörurnar auk þess að koma þeim fyrir í básnum. Fjarðabásar sjá um að selja vörurnar og þjónusta viðskiptavini fyrir básaleigjendur. Dregin er 20% þóknun af heildarsölu.

Fjarðabyggð mun kynna skjákerfi vatn- og hitaveitu ásamt því að kynna kortasjánna og skipulagsvinnu. Einnig verður boðið upp á spjall við kjörna fulltrúa. 

Slökkviliðið verður einnig með og mun bjóða gestum upp á að slökkva eld og verður með slökkviliðs- og sjúkabíla til sýnis.

Nám í heimabyggð – Háskólinn á Akureyri býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að þú þarft ekki að flytja til að stunda háskólanámið. Kynntu þér einstök námstækifæri í sjávarútvegsfræði/viðskiptafræði og tölvunarfræði 

HSA býður upp á blóðþrýstingsmælingar, mettungarmælingar og blóðsykurmælingar. Settu heilsuna í forgang!

Náttúrustofa Austurlands vinnur að margskonar náttúrufarsrannsóknum og mun sýna ýmislegt sem veitir innsýn í störf hennar, bæði tæknileg og ótæknileg 

Launafl er leiðandi iðnfyrirtæki á Austurlandi og mun kynna sig og sín störf.


Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fer fram í þriðja sinn í samstarfi VA og Matís. Í ár unnu nemendur 9. og 10. bekk með ull og loðnuhrogn. Hittu frumkvöðla framtíðarinnar og kynnstu verkefnunum þeirra.

Rótarýklúbbur Neskaupstaðar

Ròtarýklùbbur Neskaupstaðar styður verkefni sem heitir Shelter Box www.shelterbox.org

Þau eru með eitt slíkt hjá sér sem þau verða með til sýnis. Kynntu þér málið!Gunnarsstofnun kynnir sýndarveruleika og aukinn raunveruleika sem er nýttur til menningarmiðlunar á Skriðuklaustri.

Veðurstofa Íslands verður á Tæknidegi fjölskyldunnar og sýnir ýmislegt sem veitir innsýn í störf snjóflóðavaktarinnar og þá tækni sem nýtt er við vöktun snjóflóða og gerð snjóflóðaspár. 

 
Óvæntar uppgötvanir og skemmtilegar tilraunir fyrir alla fjölskylduna; teikniróla, syngjandi skjál, þrautir, dulkóðun, hljóðtilraunir, teikniþjarkar og fjölmargt fleira! 

Bóknámshús

Doddi kryfur

Já, sumt er einfaldlega ómissandi ... klassískt atriði sem vekur lukku á ári hverju hjá ungum og öldnum ... ,,Doddi kryfur" ...að öllum líkindum verður minkur undir hnífnum í ár ... og þó, Doddi getur nú verið óútreiknanlegur :)

Stofa 1 kl. 13 og 15

Fataskiptasláin

Er fullt af fatnaði í skápunum sem þú ert löngu hætt/hættur að nota? Komdu með það á fataskiptaslána, hún verður uppi á Tæknideginum!

Gettubetur 

VA er meðal bestu skóla á landinu í spurningakeppnum. 

Þorir þú að spreyta þig í spurningakeppni?

Stofa 2

Hársnyrtideildin verður opin. Kynntu þér námið í hárinu og sjáðu flottustu greiðslurnar!


Stofa 3

Kaffisala 9. bekkjar

Hægt að kaupa kaffi og með því og styrkja um leið 9. bekk Nesskóla

Kynnir Hæfileikana á göngum skólans!

Gerðu litríkar tilraunir með nemendum á náttúruvísindabraut í VA!

Bókasafnið kl. 13-15

Síldarvinnslan kynnir ýmislegt sem tengist starfsemi fyrirtækisins og býður gestum upp á spennandi smakk.

Stofa 4

Verknámshús

Vissir þú að nemendur VA smíða smáhýsi frá A - Ö? Og leggja rafmagnið í það líka?

Opið hús í trédeild - kíktu við, sjáðu nemendur að störfum  og kynntu þér námið. 

Það verða verkefni í boði fyrir verðandi nemendur okkar.

Skoðaðu aðstöðuna, finndu timburlyktina. Spjallaðu við nemendur og kennara.

Allt á útopnu í Fab Lab - þrívíddarprentun, vínylskeri, laserskeri ... stafræn framleiðsla í allri sinni dýrð.

Mynd með hæðarlínum og – litum er varpað með skjávarpa niður á kassa sem fylltur er með ljósum sandi. Þrívíddarmyndavél sem skynjar hæðir og lægðir í sandinum er svo beint á sandinn. Tækin ,,tala saman“ og þannig er hægt að móta landslag með því að búa til hóla og hæðir í sandinn. Einnig er hægt að láta sýndarveruleikavatn flæða ofan í dældir í sandinum, eins og flóð myndu flæða niður hlíðar fjalla og ofan í dali. 

Fylgstu með gangsetningu díselvélar!

Prófaðu vélarrúmsherminn, loftstýringar eða þrautina í rennibekknum!

Kynnstu námi og störfum í málm- og véltæknigreinum!

Nemendur og kennarar verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.Hvað gerir rafiðnaðarfólk? Hvað er rafbók.is? Kynnist störfum í rafiðnaði.

Vissir þú að nemum í rafiðn stendur til boða þátttaka í alþjóðlegum keppnun? 

Ertu hræddur/hrædd við rafmagn? Félag íslenskra rafvirkja ætlar að kynna fyrir þér hvað þarf að varast og hvernig við gerum rafmagn öruggt.

 Rafmennt verða á svæðinu og taka þátt í kynningu á rafiðn.

Í rafdeildinni verður nóg að skoða og prófa.

Sigldu um heimsins höf í siglingahermi sem mun verða nýttur við kennslu í smáskipanámi í VA í haust!