Íþróttahús

Undanfarin ár höfum við boðið íbúum og fyrirtækjum á Austurlandi upp á fjölbreytta þjónustu, bæði í skiltagerðinni og á sviði sviði skipulags- og umhverfismála.

Kíkið við og sjáið hvað við höfum verið að bralla og kynnið ykkur tæknina sem við notum og komist að því hvað P-in fjögur standa fyrir.

Ási Páll

Ási kynnir minimalìskt endurnýtt háfjallahjòlhýsi. Einfaldleikinn er bestur!

Komdu og kíktu á drónaflota EFLU

Viltu sjá það nýjasta á sviði drónaflugs í kortagerð, landmælingum og skoðunum á mannvirkjum? Nýi og öflugi dróninn okkar, UX-11, verður til sýnis og sýnum við spennandi verkefni sem hafa verið unnin af EFLU með notkun dróna.


Hallormsstaðaskóli – Sjálfbærni og sköpun

Úr hverju eru fötin þín? Greinum efni með vefjarefnafræði.

Þekkir þú íslenskt hráefni og nýtingarmöguleika?

Nám í heimabyggð – Háskólinn á Akureyri býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að þú þarft ekki að flytja til að stunda háskólanámið. Kynntu þér einstök námstækifæri í tækni og vísindum – og auðvitað lögreglufræði!

Hvernig er blóðsykurinn? En þrýstingurinn? Kíktu við hjá heilbrigðisstarfsfólki frá HSA og fáðu þau til að taka púlsinn á þér.

Esther Ösp og Bylgja kynna KnitBox, austfirska gjafavöru fyrir fólk sem elskar að prjóna.

Hvernig framleiðir Landsvirkjun rafmagn? Kíktu til okkar og kynntu þér hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar til að knýja allt frá snjallsímum og eldavélum til stórra álvera.

Fulltrúar Launafls mæta á svæðið og kynna starfsemi fyrirtækisins – eitthvað til sýnis frá flestum deildum og körfubíllinn til sýnis utanhúss.

"Hvernig virkar það?" Multitask mun kynna tæknina á bakvið mastrið fræga og Internet fyrir hjólhýsið.

Hverjar eru áskoranir mannsins gagnvart náttúrunni í dag! Náttúrufræðinemar VA kynna það fyrir þér.

Verðum með "Fataskiptaslánna á staðnum" - þar má koma með föt og sjá hvort flíkin öðlist ekki nýtt líf!

Í tæknivæddu samfélagi nútímans er erfitt að hugsa sér daglegt líf án rafmagns svo samofið er það öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til 90% af sveitum landsins og til 43 þéttbýliskjarna. Lengd dreifikerfisins er 9.000 km og þar af eru 62% jarðstrengir. Fyrirtækið rekur einnig fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. Kíktu í bás Rarik og kynntu þér málið!

Viltu prófa að ganga um hinar fornu klausturbyggingar á Skriðuklaustri í sýndarveruleika? Kynning á hvernig margmiðlun er nýtt til að miðla menningararfinum í Evrópuverkefninu CINE.

Nemendur í spænsku fengu það verkefni að útbúa kennsluefni fyrir þann sem kann ekkert í spænsku. Þau bjuggu til heimasíður frá grunni þar sem þau áttu að setja inn nokkra ákveðna hluti og velja sér eitt þema að auki. Þau áttu að miða við eigin reynslu sem nemendur í glænýju tungumáli og hugsa um hvaða einföldu frasa þau myndu helst vilja læra. Á spænskubásnum sýna þau þér verkefnin sín og kenna þér spænsku í leiðinni!

Stjórnendafélag Austurlands verður á staðnum og kynnir félagið, sjúkra- og menntunarsjóð þess ásamt fjarnámi fyrir stjórnendur.

Í júní á þessu ári eignuðust Austfirðir fullkomið hljóðver. Það er staðsett í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Á Tæknideginum getur þú séð hvernig hlutirnir eru gerðir í Studio Silo og tæknina sem við notum til að taka upp og vinna tónlist. Við sýnum einnig okkar eigin tækni sem við köllum Atomic Analog. Sjón er sögu ríkari!

Kíktu við og spjallaðu við fulltrúa!!

Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, að styrkja tengslanet ungs fólks á Austurlandi, auðga umræðu um byggðaþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi.

Viltu vita meira um verkfræði og tæknifræði?

Hvað gera tæknifræðingar og verkfræðingar? Hvernig er best að undirbúa sig fyrir nám í þessum greinum? Hverjir eru atvinnumöguleikarnir? Fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands spjalla við gesti.

Komdu og gerðu óvæntar uppgötvanir og litríkar tilraunir. Prófaðu tæki og tól, búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu eða spilaðu á furðuhljóðfæri. Kynntu þér himinn og jörð með Sævari Helga og dularfullar efnablöndur með Sprengju-Kötu. Allt þetta og miklu meira er í boði í Vísindasmiðju HÍ.

Bóknámshús

Hvernig verður vír til og í hvað er hann notaður? Bíósýning á vegum Fjarðaáls þar sem víravélin í steypusála fyrirtækisins verður kynnt fyrir gestum í gegnum myndband þar sem ekki er hægt að sýna vélina á staðnum! Að sýningu lokinni er hægt að skoða sýnishorn af vír og afurðum viðskiptavina okkar. Starfsfólk vélarinnar tekur þátt í kynningunni og hægt verður að spyrja þau spjörunum úr eftir sýningu. Myndbandið verður sýnt á 15 mínútna fresti frá kl. 12:15.

Stofa 1

Doddi kryfur

Já, sumt er einfaldlega ómissandi ... klassískt atriði sem vekur lukku á ári hverju hjá ungum og öldnum ... ,,Doddi kryfur" ...að öllum líkindum verður minkur undir hnífnum í ár ... og þó, Doddi getur nú verið óútreiknanlegur :)

Setustofa kl. 13:00 og 15:00

Kannt þú að hnýta hnúta? Hjá Egersund verða þér kennd réttu handtökin við hnútagerð. Þar verða módel af trollum, fóðurprammi og kynning á kerfum sem fyrirtækið þjónustar og vörum sem það selur.

Stofa 4

Grunnskólarnir

Nesskóli

Kennarar Nesskóla verða með Osmo fyrir yngstu krakkana, Breakout fyrir þá huguðu og mæla í eðlisfræðum fyrir þá sem vilja prófa.

Eskifjarðarskóli

Eskifjarðarskóli býður ykkur að prófa róbótana Cue og Dash sem þjálfa forritun.

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar

Nemendur 8. og 9. bekkjar í GF kynna valgrein úr skólanum. Um nokkra ára skeið hafa nemendur í 7. og 8. bekk farið til Reykjavíkur og keppt í Legó keppni. Nemendur fjármagna ferðina með ýmsum leiðum. Byggja úr legó, forrita róbót og uppskera svo með 4 daga ferð í borgina þar sem ýmislegt er brallað.

Bókasafn og tölvustofa

Hársnyrtideildin verður opin og nú verður listasýning og kynning á módelklúbbi skólans í stofunni á móti þannig að það verður nóg um að vera. Kíktu þangað, hár, módel og list!

Stofa 2 og 3

Mynd með hæðarlínum og – litum er varpað með skjávarpa niður á kassa sem fylltur er með ljósum sandi. Þrívíddarmyndavél sem skynjar hæðir og lægðir í sandinum er svo beint á sandinn. Tækin ,,tala saman“ og þannig er hægt að móta landslag með því að búa til hóla og hæðir í sandinn. Einnig er hægt að láta sýndarveruleikavatn flæða ofan í dældir í sandinum, eins og flóð myndu flæða niður hlíðar fjalla og ofan í dali.

Setustofa

Opið verður í austurendanum þar sem Matís kynnir starfsemi sína. Þar er margt fróðlegt að sjá!

Síldarvinnslan kynnir ýmislegt sem tengist starfsemi fyrirtækisins og býður gestum upp á spennandi smakk.

Stofa 5

Skapandi sumarstörf - Nánd

Nánd er rannsókn á mörkum og markaleysi. Hvar liggja skilin milli nándar og óþæginda, ástar og ofbeldis, samfélagslegrar krafa og persónulegs frelsis.

Nánd er unnið í Skapandi Sumarstörfum á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð. Hópurinn hét Orðið er LAust.

Setustofa kl. 14:00-14:30

Ert þú eldklár !

Langar þig að fræðast um eldvarnir heimilisins?

Viltu fræðast um notkun og staðsetningu slökkvitækja?

Hvernig virkar reykskynjarinn ?

Viltu prófa að rata í gegn um reykfyllt herbergi ?

3. hæð

Verknámshús

Vissir þú að nemendur VA smíða smáhýsi frá A - Ö? Og leggja rafmagnið í það líka?

Opið hús í trédeild - kíktu við, sjáðu nemendur að störfum og kynntu þér námið.

Skoðaðu aðstöðuna, finndu timburlyktina. Spjallaðu við nemendur og kennara.

Logarnir leikandi: Geta logarnir leikið í takt við tónlist? Heillandi og dáleiðandi eldpípa sem þeir Arnar og Varði, kennarar í VA, bjuggu til. Sjón er sögu ríkari!

Allt á útopnu í Fab Lab - CNC fræsarar í gangi, þrívíddarprentun, vínylskeri, laserskeri ... stafræn framleiðsla í allri sinni dýrð.

Félagskonur í félagi fagkvenna verða á svæðinu. Tilgangur félagsins er að hvetja konur til að sækja nám og störf í því sem telst vera karllægar iðngreinar og búa til öflugt stuðningsnet. Kíktu við.

Nemendur á hárgreiðslubraut ætla að greiða fantasíugreiðslur í trédeild

Nemendur á 1. önn verða með Halloweenþema og nemendur á 3. önn með Náttúru sem þema.

Einnig munu nemendur á 3. önn sýna fantasíu í stuttu hári.

Nemendur nota hausa frá HH.Simonsen og vörur frá Label M. Bpro styrkir sýninguna.

Fulltrúar Iðunnar verða á svæðinu og muna kynna nám í hinum ýmsu iðngreinum.

Hvað langar þig til að læra?

Viltu aðstoða við að ræsa díselvél?

Eða sjóða í sýndarveruleika og vinna í vélarrúmshermi?

Iðan - fræðslusetur verður á staðnum með suðuhermi sem allir geta prófað.

Ekki láta þig vanta í málmdeildina.

Hvað gerir rafiðnaðarfólk? Hvað er rafbók.is? Kynnist störfum í rafiðnaði.

Vissir þú að nemum í rafiðn stendur til boða þátttaka í alþjóðlegum keppnun?

Ertu hræddur/hrædd við rafmagn? Félag íslenskra rafvirkja ætlar að kynna fyrir þér hvað þarf að varast og hvernig við gerum rafmagn öruggt.

Rafmennt verða á svæðinu og taka þátt í kynningu á rafiðn.

Í rafdeildinni verður nóg að skoða og prófa.

Verkmenntaskóli Austurlands og Iðan fræðslusetur munu halda málmsuðukeppni í tengslum við Tæknidaginn frá kl. 10:00 – 13:00. Keppt verður í rafsuðu með pinna og keppendur gætu þurft að leysa verkefni í uppsuðu, kverksuðu eða stúfsuðu á 5 -6 mm svörtu stáli.