Skákvefur SSON

Skákkennsla - vefur fyrir byrjendur - vefur fyrir þá sem eru Skákkennarar

Helstu markmið:

Það er stjórn SSON mikið kappsmál að koma skákinni að í grunnskólum á svæði félagsins. Þessi vefur er hugsaður sem aðstoðartæki til að koma skákinni inn í skólanna og frístundaheimili þeirra. Þeir sem taka að sér þessa fræðslu geta stuðst við þennan vef til að koma sér af stað.

Að nemendur geti teflt sér til gamans og læri mannganginn, sem og þann orðaforða sem fylgir skákinni. T.d. hvað er ,, gaffall " eða ,, leppur ". Um leið og nemendur hafa lært mannganginn er hægt að fara að skoða hvernig maður líkur skák, þ.e. að máta.

Það er mjög sniðugt að nota stigakerfið fyrir byrjendur, þau átta sig á vægi taflamannana innbyrðis. Þegar nemendur eru komnir aðeins af stað er góður tímapunktur að fara að kynna fyrir þeim og kenna byrjanir. Hér á þessari síðu eru bjargir sem koma að góðum notum fyrir þá sem kenna skák. Þetta er alls ekki tæmandi sem hér er að finna, hinsvegar er þetta efni sem hér hugsað til að koma okkur af stað.

kennsluáætlanir skák - skóli

Hér eru tillögur að því hvað hægt er að gera á hverju stigi. Sá eða sú sem tekur að sér kennsluna þarf ekki að vera afburðar skákmaður. Einhversstaðar verður að byrja, það er bara þannig. Þetta atriði er mjög mikilvægt að hafa í huga, það eina sem þarf að vera í farteskinu í byrjun er ÁHUGI.

50 - leikur í skák:)

Markmið:

Að fara í fjörugan skáktíma, t.d. á skólalóðinni. Að nemendur auki skilning sinn á skákinni.

Nemenda hópnum er skipt upp í hentugan fjölda af hópum. Ætti að passa vel að vera með 2 - 4 í hóp eftir stærð nemendahóps.

Hver hópur finnur sér nafn og ákveður hvert herópið á að vera. Þegar einhver úr hópnum finnur rétta númerið kallar hann á hina með herópinu.

Framkvæmd:

Kennari notar 1 eða 2 teninga eftir því hvað leikurinn á að ganga hratt.

Hópur kastar tening og fær t.d. 3 þá fer hópurinn af stað og finnur spurningu nr. 3

Kemur til kennara og svarar spurningu. Svo kastar hópruinn aftur og fær 2 þá þarf að finna næst spurningu nr. 5....

Svo endar leikurinn þegar hópurinn hefur náð upp í 50.


Myndirnar hér að neðan er hægt að prenta út og klippa svo niður....Góða skemmtun.