Skúrinn er hugarfóstur Adda & Svenna og hafa þeir staðið vaktina í Skúrnum frá því að hann opnaði sumarið 2015.
Félagarnir eru báðir miklir áhugamenn um mat og þá aðallega þegar kemur að sóðalegu gúmmelaði.
Í upphafi var Skúrinn veitingastaður á einum stað en svo tóku strákarnir yfir pizzastaðinn í bænum og voru þá á tveimur stöðum og svo breyttu strákarnir aftur til, færðu sig um set í Stykkishólmi og opnuðu Skúrinn þar sem áður var Bensó í Stykkishólmi.
Á nýjum stað breyttist veitingastaðurinn Skúrinn í Bæjarsjoppuna Skúrinn þar sem hægt er að fá mögulega bestu hamborgara bæjarins/landsins af grillinu, ljúffengar pizzur úr ofninum og allskonar gúmmelaði úr sjoppuhillunum.
Á nýjum stað fóru strákarnir að vinna með áhugamál sitt og má sjá körfuboltatengda hluti & myndir í salnum og nöfn á matseðlinum.
Strákarnir eru alltaf að láta sér detta í hug allskonar sóðalegar gúmmelaði hugmyndir, sumt fer á matseðil en annað er mögulega bara hættulegt heilsunni og fer því aldrei á matseðil.
Á rólegum kvöldum má oft heyra gítaspil og söng frá Svenna úr eldhúsinu.
Skúrinn er lítið fjölskyldufyrirtæki og það hefur alveg komið fyrir að strákarnir skella í lás þegar kemur að því að deila dýrmætum stundum með börnunum sínum.
Strákarnir taka vel á móti öllum og leggja sig alltaf fram um að senda djúsi mat úr eldhúsinu, hvort sem er fram í sal eða út úr húsi.