Hraunprýði er skáli í Skátastykkinu suður á Eyju. Hann hentar vel bæði fyrir ættarmót og minni hópa. Þar er hægt að gista inni og á tjaldsvæðinu í kring því þar er hægt að tjalda tjöldum, fellhýsum og tjaldvögnum og þar er aðgengi að rafmagni. Skátastykkið hentar vel hópum sem vilja hafa gott næði og vera út af fyrir sig. Skátastykkið er nýtt sem vettvangur fyrir æskulýðsstarfssemi
8 kojur og dýnur fyrir 20 manns eru í skálanum. Heildarfjöldi getur verið allt að 20 manns í svefnpokagistingu. Engin sængurföt eru svo gestir þurfa að koma með lak, kodda, sæng/svefnpoka.
Gisting og leiga
80.000 kr sólarhring + 15.000 rafmagn á tjaldsvæði á sólarhring.
Lágmarksleiga 80.000 kr sólarhring
80.000 kvöldleiga
25.000 kr barnaafmæli (5.000 kr fyrir starfandi skáta) (skilað hreinu fyrir kl:20:00 samdægurs)
Verðin miðast við að leigjandi þrífi, skúri út og gangi frá snyrtilega eftir sig. (annars er hægt að kaupa út þrif á 20.000 krónur)
Myndir