Þór Sæþórsson | Meðlimur frá 2017
Þór er klárlega einn mesti sælkerinn í hópnum. Ef við fáum ekki regluleg snöpp af honum með eitthvað gómsætt í farteskinu þá fyrst förum við að hafa áhyggjur. Hann getur nú leyft sér ýmislegt þar sem hann er duglegur að hjóla í vinnuna og brennir þessu öllu jafn óðum. Þór fylgist ekki með fótbolta frekar en núverandi formaður, en var mjög efnilegur í fimleikum á sínum yngri árum.
Þórður Birgisson | Meðlimur frá 2022
Auðunn Ingi Ragnarsson | Meðlimur frá "2018"
Auðunn er sjálfstætt starfandi smiður og harðduglegur drengur. Hann kom fyrst til okkar 2018, þurfti að taka sér árs pásu, og er kominn aftur af fullum krafti.
Einar Gústaf Sverrisson | Meðlimur frá 2022