Sýnishorn úr lokaverkefnum nemenda í grunn- og framhaldsáfanga í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05 og TÖHÖ2ÚT05) vorið 2025. Nemendur fengu frjálsar hendur til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til prótótýpu út frá þeirri hugmynd. Hægt er að prófa prótótýpurnar með því að smella á leikjatitlana hér fyrir neðan.
Leikir sem merktir eru með 🌐 er hægt að spila beint í gegnum vafra. Nauðsynlegt er að niðurhala leikjum sem eru merktir 🖥️. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um hvernig á að niðurhala leikjum. Leikirnir virka ekki í símum, aðeins tölvum.
Lokaverkefni eftirfarandi nemanda: Andri, Arnór, Brynjar, Elvar, Ísólfur, Sölvi, Óðinn, Sveinn, Birna, Ísold, Jóhann, Logi, Helgi, Karína, Norah, Linda, Daníel, Eiður, Mikael, Viktor, Dagur, Tindur, Mueataz, Osamah og Neo.
Kennari er Bjarki Þór Jónsson
Á itch.io er að finna eldri lokaverkefni nemenda og er hægt að skoða þau með því að smella hér.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á fjölbreytt úrval tölvuleikjaáfanga undanfarin. Má þar nefna áfanga í leikjahönnun, rafíþróttum, tölvuleikjafræði og tölvuleikjasögu, tölvuleikjum í þrívídd og yndisspilun. Úrval áfanga er breytilegt eftir önnum.
Að lokum, hér koma nokkrar áhugaverðar staðreyndir um tölvuleiki.
Vissir þú að...
2/3 Íslendinga spila tölvuleiki (Vísir)
meðalaldur tölvuleikjaspilara í Evrópu er 32 ára (Video Games Europe)
kynjahlutfall tölvuleikjaspilara er nokkuð jafnt (Statista)
á Íslandi starfa 20 tölvuleikjafyrirtæki (IGI)
tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið gríðarlega hratt og skilar inn meiri hagnaði en tónlistar- og kvikmyndabransinn til samans (BBC og Forbes)