HA? Get ég fengið einingar fyrir að spila tölvuleiki?! Já, mikið rétt! Í áfanganum Yndisspilun kynnast nemendur mismunandi tegundum tölvuleikja með því að spila valda tölvuleiki sem tengjast fjölbreyttum þemum. Meðal þema sem hafa verið tekin fyrir eru til dæmis samvinna, listir, saga, rafíþróttir, frásagnir og hugvekjuleikir.
Meðal leikja sem hafa verið í boði má nefna Portal 2, Minecraft, This War of Mine, Overcooked 2, GRIS, Journey, Little Nightmares II, The Stanley Parable og fleiri.
Tilvalinn áfangi fyrir nýja spilara sem vilja kynnast tölvuleikjum betur og reyndari spilara sem vilja kynnast fjölbreyttri flóru tölvuleikja.