Í viðfangsefnum og aðferðum námsgreina eru nemendur að fræðast um allt frá nærumhverfi sínu yfir í fjarlæg heimshorn eða allt frá víðáttum geimsins til efnisagna sem tilheyra örheimi okkar.
Í nútíma samfélagi þá eru verkefnin sem við þurfum að takast á við í daglegu lífi ekki klippt og skorin. Það getur verið erfitt að sundurgreina eitt frá öðru því eru þau iðulega samofin mörgum þáttum. Í skólastarfi sem fram fer í grunnskóla þá erum við að undirbúa nemendur okkar fyrir framtíðina þar sem þeir þurfa að geta tekist á við ýmiskonar verkefni í sínu lífi hvort sem það er við nám eða störf.
Þegar skólastarf er skipulagt er gott að hafa þessa þætti í huga það er að huga að áherslu á samþættingu námsgreina þar sem verkefni sem nemendur eru að vinna með hafi snertifleti við sem flestar námsgreinar. Með því að stuðla að samþættingu þá má nálgast það markmið að gera námið merkingarbærara fyrir nemendur og gera þeim kleift að skilja samhengi fræðigreina (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls. 53).
Við undirbúning/vinnu kennsluáætlana fyrir námsgreinar þar sem samþætting er höfð að leiðarljósi er gott að hafa í huga að hafa að stundum vilja markmiðin týnast þegar margar námsgreinar eru samþættar. Í Læsi fyrir lífið er áherslan á að samþætta alla þætti læsis inn í sem flestar námsgreinar. Við áætlanagerð getur verið gott að styðjast við t.d. vennkort eða krossáætlun til að skýrt sé hvaða markmið tilheyra hverri námsgrein og hvar fléttast þessi markmið saman.
Í handbókunum Að mörgu er að hyggja (Ingvar Sigurgeirsson, 1999) og Fagleg kennsla í fyrirrúmi (Hafdís Guðjónsdóttir o.fl., 2005) má fræðast meira um samþættingu námsgreina. Þessar bækur eru einkar vel upp settar og aðgengilegar handbækur kennara við undirbúning kennsluáætlana.
Hlaðvörp hafa verið notuð í kennslu töluvert síðastliðin ár. Notkun hlaðvarpa er ein leið þar sem auðveldlega er hægt að samþætta fleiri en eina námsgrein saman. Samfélagsfræðigreinar, íslenska og tjáning, nemendur eru t.d. að læra um himingeiminn. Þeir gætu búið til spjallþátt um himingeiminn þar sem þeir fá sérfræðing og ræða við hann, einnig geta tveir til þrír nemendur rætt saman um himingeiminn og í gegnum samtalið komið að þeim fróðleik sem þeir hafa verið að læra. Á þennan hátt eru þeir að vinna með þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér og eru að koma henni frá sér á töluðu máli.
nemendur taka viðtöl við einstaklinga
nemendur ræða saman um ákveðin málefni
nemendur eru með fræðslu um ákveðið atriði sem þau hafa verið að læra um í skólanum
nemendur halda úti hlaðvarpi skólans (fréttaveita um það hvað er að gerast)
fyrir allan aldur
hægt að taka upp í símum, spjaldtölvum og borðtölvum
það þarf að vera míkrafónn til staðar í símum og spjaldtölvum er hann yfirleitt innbyggður
nemendur geta verið hvar sem er
næsti bær við útvarpsleikrit
Við skipulag kennslustunda/lota þar sem ætlunin er að samþætta námsgreinar er góður undirbúningur og skipulag hluti af því sem þarf að hafa í huga.
Til að markmið allra námsgreina týnist ekki í samþættingunni getur verið gott að setja þau markmið sem vinna á með inn í eitthvað skipulag t. d. vennkort með því er hægt að sjá hvaða markmið við ætlum að vinna með og hvort þau geti skarast í vinnunni. Sjá dæmi á mynd hér til hliðar.
Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Almennur hluti /2011
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=53b1c9db-7d7a-11e9-9440-005056bc4d7