Þrep í þróun læsis lýsa því hvernig færni í eftirfarandi undirþáttum læsis byggist upp, smellið á hlekkina til að opna hvern og einn þátt:
Í þrepunum má sjá yfirlit yfir þróun læsis og hvernig hægt er að styðja við nemendur á hverju og einu þrepi.
Þrepin eru afrakstur vinnu skóla á Eyjafjarðarsvæðinu veturinn 2015–2016. Sú vinna hófst með því að kennarar rýndu í þýðingu á sambærilegum þrepum frá ástralska menntamálaráðuneytinu
(First steps), þar sem markmið og áherslur voru skoðuð í eigin kennslu og mátuð við aðalnámskrám leik- og grunnskóla. Upp úr þeirri vinnu urðu til þau þrep sem hér eru birt og lýsa þróun læsis frá leikskólaaldri til loka grunnskóla.
Þrepunum er ætlað að hjálpa kennurum að greina stöðu nemenda, fylgjast með framförum þeirra og tryggja þeim kennslu við hæfi. Þó að gefin séu viðmið um það hvar ætla má að nemendur séu staddir á hverjum aldri er lögð áhersla á að læsi þróast mishratt hjá einstaklingum og mikilvægt er að styðja við hvern og einn nemanda þar sem hann er staddur.
Þrepin eru einnig aðgengileg hvert og eitt þar sem allir grunnþættir læsis eru teknir saman í eitt skjal, hér fyrir neðan er hægt að opna þá útgáfu af læsisþrepunum. Leiðbeiningar um áherslur í kennslu á hverju þrepi auðvelda kennurum að mæta þörfum hvers nemanda.
að skólar setji fram markvissa og skýra námskrá byggða á viðmiðum aðalnámskrár,
að skapa nemendum hvetjandi og styðjandi námsumhverfi,
árangursríka náms- og kennsluhætti sem byggja á þörfum og áhuga nemenda,
að námsmat sé leiðbeinandi,
viðbragðsáætlun sem tryggir stuðning við alla nemendur.
eiga samskipti, vinna með öðrum og byggja upp félagsleg tengsl,
ígrunda og útskýra hæfni sína, nota endurgjöf sem þeir fá í námi sínu til að bæta sig og veita öðrum uppbyggjandi endurgjöf,
vinna með og skapa fjölbreytta texta sem miðlað er á margvíslegan hátt,
rannsaka mátt og fjölbreytileika tungumálsins, hvernig það hefur áhrif og hvernig má nota það á skapandi hátt,
auðga orðaforða sinn með því að hlusta, tala, horfa og lesa.