Í Læsi fyrir lífið er lögð rík áhersla á markmiðssetningu og skipulag í kennslu. Kennarar gera áætlanir út frá námsmarkmiðum, samþætta þær gjarnan öðrum námsgreinum og tengja þær bakgrunnsþekkingu nemenda.
Áhersla er lögð á að markmiðin séu gerð sýnileg í skólastofunni og að þau séu kynnt vel fyrir nemendum.
Gott skipulag er einn af lykilþáttum árangursríkrar kennslu, vönduð kennsluáætlun myndar umgjörð um kennsluna og auðveldar kennurum að vinna að markmiðunum með nemendum. Það er mikilvægt að halda vel utan um alla þætti læsis enda í mörg horn að líta. Áætlunin tekur til almennra markmiða sem á við um flesta nemendur og sértækra markmiða fyrir einstaka nemendur.
Gott skipulag er einn af lykilþáttum árangursríkrar kennslu, vönduð kennsluáætlun myndar umgjörð um kennsluna og auðveldar kennurum að vinna að markmiðunum með nemendum. Form og uppsetning áætlana er í höndum hvers og eins en eftirfarandi þætti er mikilvægt að hafa í huga í hverri áætlun.
Markmið snúa að þeirri hæfni sem nemandinn öðlast í námsferlinu og býr yfir að námi loknu. Þegar kennari kynnir markmið kennslustundar/lotu þarf að hafa í huga að þau séu sýnileg nemendum og með orðalagi sem tryggir að allir skilji þau á sama hátt (Nanna Kristín Cristiansen, 2021, bls. 96). Miða þarf markmiðin að námsþörfum nemenda – gera ráð fyrir námsaðlögun. Skýr þráður verður að vera milli markmiða, kennsluhátta, verkefna og námsmats.
Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir fara að því að ná markmiðum sem stefnt er að. Fylgst er með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár í gegnum námsmatið. Námsmatinu er einnig ætlað að veita nemendum, foreldrum/forráðamönnum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls. 54).
Þegar verið er að kynna náms - og hæfnimarkmið fyrir nemendum þá þarf að koma fram hver framkvæmir matið. Er það kennarinn sjálfur sem er að meta, nemandi eða samnemandi.
Hvernig er komið til móts við nemendur?
Sjálfstæð vinna, samvinna, val um verkefni eða leiðir við úrvinnslu verkefna...
Hvaða umhverfi og aðstæður sköpum við nemendum okkar? Býður kennslurýmið upp á samvinnu, samræður o.s.frv. ?
Hvar er gert ráð fyrir því að nemendur geti farið í leiki, spilað spil, rætt saman án þess að vera trufluð, eru borðin þannig að hægt sé að færa þau auðveldlega um rýmið?
Unnið með fjóra meginþætti læsis í gegnum áhugaverð viðfangsefni þvert á námsgreinar.
Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013 /2013.
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=53b1c9db-7d7a-11e9-9440-005056bc4d7
Nanna Kristín Cristiansen. (2021). Leiðsagnarnám Hvers vegna, hvernig, hvað? Nanna Kristín Christiansen.