KVHL (kann, vil vita, hvernig ætla ég að afla mér upplýsinga, hvernig ætla ég að kynna fyrir öðrum efnið sem ég var að læra um, hef lært) hentar öllum aldri. Þessi aðferð er mjög góð í allri rannsóknarvinnu t.d. þegar nemendur eru að vinna með fróðleikstexta. Það þarf samt alltaf að hafa í huga að gefa tíma til að klára L. Að nemendur séu örugglega að skrá í þann dálk í lok verkefnis eða fá tækifæri til að segja munnlega frá. Smá tvist á KVL er KVHL en þá segja nemendur hvernig þeir ætla að afla sér upplýsinganna , hvernig þeir geta kannað áreiðanleika upplýsinganna og hvernig þeir munu kynna verkefnið ef það á við. Fyrir neðan er KVHL kort.
Hér má lesa nánar um KVL á læsisvefnum.