YouTube
Facebook
Instagram

High On Life Festival

High On Life Festival er kærleikshátíð sem verður nú  haldin í þriðja sinn helgina 21-23. júlí!

Leiðsagðar göngur verða um eyjuna, hugleiðslustundir, jógatímar og tónleikar.

Aðgangur er kostnaðarlaus en nauðsynlegt er að bóka miða í ferjuna sem fyrst (miðarnir seljast upp!).

Drög að dagskrá

 Föstudagur 21. júlí


08:00 Mæting á Dalvík

09:00 Ferjan siglir frá Dalvík

12:00 Lending í Grímsey hádegismatur á Kríunni og kynning á dagskránni

16:00 Sjósund og Wim Hof öndunaræfingar

19:00 Matur á veitingastaðnum Kríunni

20:00 Tónleikar á Kríunni

Laugardagur 22. júlí


10:00 Leidd hugleiðsla

12:00 Leiðsögð gönguferð um eyjuna

-FRJÁLS TÍMI-

19:00 Matur á veitingastaðnum Kríunni

20:00 Risavarðeldur og brekkusöngur niðri í fjöru



Sunnudagur 22. júlí


10:00 Spuna-námskeið með Hinna Jó

12:00 Kakóseremónía við tótem súlu, ný gríma verður sett upp

17:00 Ferjan siglir, þeir sem eru ekki á ferjunni verða skildir eftir en fá vinnu í fiski og vist yfir veturinn.

Um Grímsey

Grímsey er nyrsta og afskekktasta byggð á Íslandi, hún er u.þ.b. þrisvar sinnum lengra frá landi en Vestmannaeyjar en þar hafa aðeins nokkrir tugir manna fasta búsetu. 

Eyjan er mikil náttúruparadís, þar iðar allt af fuglalífi og náttúrufegurð er þar með eindæmum.

Ferðalagið

Ferjan siglir frá Dalvík, en aðeins 100 manns komast í ferjuna. 

Flugvél fer frá Akureyri og tekur um 12 manns. 

Pantið því miða sem fyrst því miðar munu seljast upp.

Dalvík-Grímsey föstudaginn 21. júlí og Grímsey-Dalvík sunnudaginn 23. júlí.

Akureyri-Grímsey föstudaginn 21. júlí og Grímsey-Akureyri sunnudaginn 23. júlí.

Dalvík-Grímsey föstudaginn 21. júlí og Grímsey-Dalvík sunnudaginn 23. júlí.

Akureyri-Grímsey föstudaginn 21. júlí og Grímsey-Akureyri sunnudaginn 23. júlí.

Gisting

Þrjú gistiheimili eru í eyjunni, auk þeirra tveggja sem hér er að finna að neðan er Arctic Trip (Sveinsstaðir) en hægt er að bóka gistingu þar með því að senda tölvupóst á info@arctictrip.is

Tjaldsvæði er einnig á eyjunni, þar kostar nóttin 1500 krónur á mann og er aðgangur að rennandi vatni, grillaðstaða og sturtuaðstaða.

Búð og veitingastaður

Lítill veitingastaður og búð er á eyjunni.

Þau verða með tilboð á mat þessa helgi.

Sundlaugin

Hægt er að nálgast opnunartíma og Gjaldskrá sundlaugarinnar á vef Akureyrabæjar