gagnleg Öpp

Nemendur í 5.-10.bekk eru hver með sinn iPad í skólanum sem þau öll hafa með sér heim núna á þessum óvissutímum. iPadinn gerir þeim kleift að vera í sambandi við kennarana sína og einnig geta þau nýtt iPadinn í náminu sínu.

Hér að neðan eru öpp sem þau hafa öll aðgang að í App Portal í iPadinum sínum.

Einnig geta foreldrar yngri barna náð í þessu öpp og nýtt í heimakennslu fyrir sín börn.

Fjarkennslutól

Hangouts Meet

Með Google Meet má halda fjarfundi, með kennurum eða samnemendum.

Nearpod

Kennari býr til glærukynningu með gagnvirkum glærum ásamt hefðbundnum. Nemendur skrá inn kóða til þess að komast á kynninguna.

InfoMentor

Mentor appið gerur nemendum kleift að fylgjast með tilkynningum frá kennurum á auðveldan hátt.

Zoom

Fjarfundakerfi. Virkar svipað og Meets og hægt að nota google aðgang til að skrá sig inn.

Explain everything

Gagnvirk "tafla". Hægt að skrifa eða teikna inn á "töflu" og tala inn á líka. Gott til að útskýra eða gera kennslumynd-bönd.

Google

Google skólaumhverfið er okkar helsta tól í námi og kennslu

Classroom

Kennarar halda utan um bekkina sína á Classroom og geta sent þeim verkefni og nemendur geta spjallað við hvert annað og kennara þar innan bekkjar/fags.

Drive

Drive er eins og skrifborðið þitt. Þarna eru öll verkefni sem þú hefur gert í google og hægt að skipta niður í möppur og deila verkefnum og möppum með öðrum.

Docs

Docs virkar eins og Word nema þarna vistast allt sjálfkrafa sem þú gerir inn í Drifið þitt og einnig getur þú deilt skjölum með öðrum svo margir geta unnið í einu skjali á sama tíma.

Slides

Slides virkar eins og Power Point og hefur sömu eiginleika og Docs. Vistast sjálfkrafa og margir geta unnið saman.

Sheets

Sheets virkar eins og Excel og hefur sömu eiginleika og hin Google forritin. Vistast sjálfkrafa og má deila með öðrum.

Forms

Forms er notað til þess að taka próf og búa til skoðanakannanir. Kennarar búa til próf og senda nemendum en nemendur geta líka nýtt forritið til þess að útbúa skoðanakannanir.

Gmail

Ef kennari sendir verkefni eða tilkynningu á Classrom kemur tilkynning á Gmail á netfangið sem skólinn hefur gefið þér.

Calendar

Gott er að nota Google Calendar til þess að halda utan um verkefnaskil t.d. Opnast í gegnum Drive t.d.

Hangouts

Vettvangur fyrir hópspjall. Bæði hægt að hringja myndsímtal eða skrifa í spjallglugga. Gott til að vinna hópverkefni í fjarlægð t.d.

Google Earth

Til þess að fara í ferðlag heima í stofu.

Hangouts Meet

Virkar svipað og Hangouts en er betra fyrir einstaka hópfundi eða video fundi.

Expeditions

Ýmislegt í þrívídd(AR). Getur t.d. skoðað eldgos eða frumu og sjá það í þrívídd. Sjón er sögu ríkari.

Gboard

Sett in sem viðbótar lyklaborð í iPadinn. Með því er svo hægt að tala við iPadinn og lyklaborðið skrifa fyrir þig. Kemur einnig með tillögur að orðum þegar nemandi skrifar. Gott fyrir lesblinda t.d.

kannanir, keppnir og skipulag

Quizlet

Búðu til glósur og "flashcards". Þú getur líka deild þínum glósum með vinum.

Flipgrid

Nemendur geta skilað myndböndum inn á "korktöflu" sem kennari býr til og sendir nemendum hlekk á.

Padlet

Kennari býr til vegg í tölvunni og sendir nemendum hlekk þar sem þau fá aðgang að veggnum og fylla inn í. Hægt að nýta eins og blogg, hugarkort og margt fleira. Ótal möguleikar.

Popplet

Hér má búa til hugtakakort. Sniðugt til að búa til beinagrind að sögu t.d. Virkar vel fyrir yngri krakka líka.

Kahoot!

Spurningaleikur. Kennari getur sent nemendum hlekk á leika í gegnum Classroom t.d. eða látið nemendur búa saman til Kahoot leik úr námsefni.

myndvinnsla

- skapandi skil

iMovie

Fjölbreytt forrit til að vinna stuttmyndir. Hægt að taka upp myndskeið með myndavélinni eða setja saman myndir eða myndbönd úr safni.

Clips

Forrit til að búa til stutt myndskeið.

Quik

Sniðugt forrit til þess að setja saman myndir og myndbönd í stutt myndskeið. Mjög einfalt að setja upp, velja viðmót og bæta við tónlist.

ChatterPix Kids

Nemandi teiknar og tekur mynd af teikningunni sinni í ChatterPix. Setur svo munn á persónu sem teiknuð var og talar fyrir hana og býr þannig til myndasögu.

FlipaClip

Teikanðu í iPadinum og gefðu því líf. Auðvelt að búa til þínar eigin teiknimydasögur.

Toontastic

Búðu til teiknimyndasögu með tilbúnum sviðsmyndum eða búði til þínar eigin. Talaðu inn á myndirnar þínar og gefðu þeim líf.

Book Recorder

Taktu upp þína eigin hljóðbók. Ömmur og afar geta t.d. tekið upp bók og sent barnabarni og þannig lesið fyrir þau fyrir svefninn.

Canva: Card/Poster/Logo Maker

Búðu til vörumerki, dreifibækling, boðskort eða það sem þér dettur í hug. Canva hjálpar þér að setja það upp á fallegan máta.

Canva: Stories Editor & Maker

Notaðu tilbúin sniðmát til þess að gera myndir og myndbönd enn flottari.

Puppet pals HD

Búðu til brúðuleikhús í iPadinum. Margir bakrunnar og margar persónur til að velja úr.

Stop Motion

Hreyfimyndagerð. Búðu til hreyfimyndir t.d. með lego, leir, klippimyndir eða bara því sem þér dettur í hug.

forritun

Box Island

Sniðugur forritunarleikur fyrir byrjendur.

Scratch Jr.

Skemmtilegur forritunarleikur fyrir byrjendur.

Swift Playgrounds

Forritunar app fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Khan Academy

Forritunar app fyrir lengra komna.

Khan Academy kids

Forritunar app fyrir byrjendur og yngri notendur.

CodeSpark

Forritunar app fyrir byrjendur og lengra komna.

Hopster Coding Safari

Forritunar app fyrir yngri nemendur

Code Karts

Forritunar app fyrir yngri notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref.

tónlistar öpp

Musila

Skemmtilegur tónlistarleikur fyrir alla.

Figure - Make Music

Búðu til þína eigin tónlist úr ýmsum hjóðfærum og töktum.

Garage band

Búðu til tónlist með ýmsum hljóðfærum, þú þarft ekki einu sinni að kunna á hljóðfæri.

Groovebox: Beat & Synth studio

Notaðu takta og hljóð til þess að búa til þína tónlist.

Launchpad: Make & Remix Music

Settu saman hljóðdæmi og búði til þína eigin tónlist.

Blocks Wave: Record Music Live

Taktu upp tónlist og settu saman í þessu skemmtilega appi.

önnur gagnleg öpp

YouTube

Lærðu eitthvað nýtt með sniðugum myndböndum á YouTube.

Voice Dream reader

Les PDF skrár og námsbækur fyrir nemandann. Efnisgreinin sem verið er að lesa litast um leið og hún er lesin upp.

Voice pack: Icelandic

Íslenskupakki sem gerur Voice dream reader kleift að lesa íslenska texta.

Lærum og leikum með hljóðin

Skemmtilegur leikur til þess að læra stafi fyrir yngri nemendur

Quiver

Prentaðu út myndir af heimasíðu Quiver, litaðu þær og leyfðu myndavélinni á iPadinum að gera þær lifandi í gegnum Quiver appið.

Photomath

Sniðugt app sem reiknar stærðfræðidæmi fyrir þig ef þú tekur mynd af þeim. Appið sýnir þér líka hvaða leið skal fara til að leysa dæmið. Sniðugt fyrir flókin dæmi sem erfitt er að leysa.

Georg og klukkan

Eitt af skemmtilegu Georgs öppunum. Þarna kennir Georg krökkum á klukku en það getur oft reynst þeim erfitt.

Fun timer for parents

Sniðug skeiðklukka fyrir foreldra til þess að nota fyrir yngri nemendur sem eiga erfitt með að halda einbeitingu við heimanám.

Lazy Monster - 7 minute workout

Lazy Monster hjálpar okkur að gera æfingar á milli kennslustunda. Nauðsynlegt er að hreyfa sig á hverjum degi og þar getur Lazy Monster hjálpað.

Visual timer

Sniðug skeiðklukka ef nemendur vilja setja sér tímamörk eða skipta lærdómstíma upp í styttri einingar.

SRP - Lesum hraðar

Hjálpaðu barninu þínu að ná betri tökum á lestinum og meiri lestrarhraða. Kennir t.d. að lesa með hljóðaaðferð ef það hentar nemanda betur.

Escape games - Amusing kids room

Margir svona leikir eru til og hjálpa þeir krökkum að leita lausna.

Math fight

Kepptu við barnið þitt eða láttu börn keppa við hvort annað í hugarreikningi.

Storytel

Storytel þarfnast áskriftar en margir möguleikar eru þar bæði fyrir börn og fullorðna. Mjög sniðugt fyrir þá sem eiga erfitt með lestur.

Duolingo

Frábært tungumálaforrit. T.d. hægt að nýta í dönskukennslu.

Chess

Þú þarft ekki einu sinni að kunna mannganginn, þetta app kennir þér hann.

Chess for kids

Sniðugt fyrir yngri nemendur. Appið kennir þeim mannganginn ef þau kunna hann ekki.

Todo Maths

Sniðugt stærðfræði app þar sem stærðfræði er sett upp eins og skemmtilegur leikur.

Book Creator

Búðu til þína eigin bók í iPadinum. Ótal möguleikar í boði.