Hamingjuhylur

Upptöluverkfni 2020

Um verkefnið

Verkefnið „Hamingjuhylur“ gengur út á að vinna og taka upp nokkur lög eftir Ara Baldursson. Lögin eru flest samin vorið 2020, en einnig fá tvö eldri að fljóta með. Annað var í úrslitum í sjómannalagakeppni Rásar 2 fyrir nokkrum árum en hitt lagið er frá árinu 2018 sem útsett hefur verið fyrir karlaraddir og blandaðan kór. Hugmyndin er að gera dægurlaga útgáfu af því. Ari hefur einnig samið flesta textana.

Hljómsveitin

Að baki verkefninu stendur hópur góðra manna og verða fleiri kallaðir til eftir þörfum:

  • Ari Baldursson

  • Ármann Einarsson

  • Björn Hreinsson (Bjössi)

  • Brynleifur Hallsson (Billi)

  • Finnur Finnsson

  • Þorleifur Jóhannsson (Leibbi)

Lagasmiðurinn

Ari Baldursson hefur fengist við tónlist yfir 40 ár. Hann starfaði með danshljómsveitum á Akureyri á áttunda áratugnum. Einnig var hann meðlimur í dægurlaga hljómsveit í Danmörku um árabil, en sú hljómsveit sérhæfði sig í amerískri sveitatónlist. Ari hefur alltaf verið framlínumaður og haft aðal sönghlutverkið auk þess að leika á gítar og hljómborð. Síðustu ár hefur Ari gert út eins-manns hljómsveit og komið fram víða um land. Hann hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í kórastarfi á norðurlandi.

Lagasmíðar hafa lengi verið áhugamál Ara og árið 2006 réðst hann í útgáfuverkefnið „Helst af öllu“, og gaf út 10 frumsaminn lög við texta eftir sig og aðra. Þar fékk hann til liðs við sig nokkra valinkunna tónlistamenn. Árið 2001 kom út 7 laga diskur með dúettinum Jóni forseta þar sem Ari á 3 lög, en hann var meðlimur í dúettinum á þeim tíma. Núna eru 18 lög eftir Ara skráð í kerfi Stef en þar má finna kórlög auk dægurlaga.

Ari

Billi upptökustjóri

Finnur

Ármann

Bjössi

Leibbi

Lagalistinn

Drög af lögunum

Dansaðu með

Gull og grænir skógar

Hamingjuhylur

Heiðarbýlið

Lífið, það ert þú

Mitt faðirvor - Texti: Kristján frá Djúpalæk

Segðu mér

Þannig gengur lífið sinn vana gang

Tóti nikkari

Við siglum - Texti: Gunnar Þór Þórisson

Dæmi um fyrri verk Ara

Af diskinum Öldin er liðin með Jóns forseta (2001).

Lag og texti: Ari Baldursson.

Af diskinum Helst af öllu (2006).

Lag: Ari Baldursson. Texti: Gunnar Þór Þórisson