Segðu mér

Hafið bíður góðan dag

Hamingjan er mér í hag

Sólin vermir vangana

Og lýsir fjalladrangana

Ég raula lítið sumarlag


Yfir ríkir kyrrð og ró

Agnarlítil könguló

Skríður yfir mosabarð

Vefinn sinn hún finna þarf

Af vorinu fæ aldrei nóg


Segðu mér, hvað er að ske

Erum við að tapa því sem að guð okkur gaf

Segðu frá, hvað verður þá

Ef bjartsýnin er horfinn út á haf


Ekki æðrast enn er stund

Að líta upp og létta lund

Brosa út um gluggana

Reka burtu skuggana

Og boða nýjan endurfund


Ef öllu er á botninn hvolft

Þá er ekki nokkrum hollt

Að klemma saman kjálkana

Og stinga í augun bjálkana

Og ala í sér gervi stolt


Ekki æðrast enn er lag

Að líta aftur glaðan dag

Horfa á alla litina

Reka burtu svipina

Og njóta þess sem koma skal


Segðu mér, hvað er að ske

Erum við að tapa því sem að guð okkur gaf

Segðu frá, hvað verður þá

Ef gleðin er horfinn út á haf


Segðu frá, hvað verður þá

Ef bjartsýnin er horfinn út á haf