Forráðamenn allra nemenda í Seljaskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélagi Seljaskóla. Foreldrafélagið er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna til að vinna saman að velferð nemenda, þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. vor- og hausthátíðir.
Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelag.seljaskola@gmail.com
Foreldrafélagið heldur úti síðu á Facebook: Foreldrar barna í Seljaskóla
Seljaskóli er einnig á Facebook: https://www.facebook.com/seljaskoli
Einnig eru árgangar með síður á Facebook:
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2018
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2017
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2016
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2015
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2014
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2013
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2012
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2011
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2010
Foreldrar barna í Seljaskóla fædd 2009
Stjórnin fundar að jafnaði mánaðarlega.
Sverrir Sigmundarson, formaður
Egill Maron Þorbergsson, gjaldkeri
Elínborg Hákonardóttir
Guðríður Sturludóttir
Jóhannes Guðni Jónsson
Natalie Colceriu
Rakel Brynjólfsdóttir
Soffía Pálsdóttir
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir
Hlutverk foreldrafélagsins í Seljaskóla er m.a.
að styðja við skólastarfið
stuðla að velferð nemenda skólans
efla tengsl heimilis og skóla
hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Árlega er innheimt gjald í verkefnasjóð af öllum forráðamönnum nemenda skólans. Sá sjóður stendur straum af kostnaði við skemmtanir, fræðslufundi og árgangastarf. Foreldrafélagið hefur einnig styrkt skólann með gjöfum af ýmsu tagi.
Foreldrafélag Seljaskóla á fulltrúa í SAMFOK. Samtökum foreldrafélaga og forráðamenn í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur stjórn foreldrafélags Seljaskóla náið samstarf við stjórnir foreldrafélaga annarra grunnskóla í Breiðholti.
Foreldrafélag Seljaskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Nánari upplýsingar um hlutverk foreldrafélaga (youtube)
Þó svo að foreldrafélagið hafi ekki skipulagða verkefnaskrá yfir skólaárið eru ákveðin verkefni og viðburðir sem félagið tekur að sér
Foreldrafélagið skipuleggur föreldrarölt á föstudagskvöldum.
Félagið styrkir stóru upplestrarkeppnina með með fjármagni fyrir bókum og verðlaunum fyrir efstu 3 keppendurna.
Félagið styrkir skólann og nemendur með rútusjóði.
Samstarf foreldrafélaganna í Breiðholti. Foreldrafélög grunnskólanna fimm í Breiðholtinu er í góðu samstarfi. Félögin halda samráðsfundi með skólastjórnendum en skólarnir skiptast á að bjóða heim.
Tekið þátt í sameiginlegu verkefnum eins og að gefa öllum grunnskólanemendum vegleg endurskinsmerki til þess að allir nemendur séu sýnilegir í umferðinni. Stjórnir nemendafélaganna sáu um dreifingu í bekki.
Útskrift 10. bekkjar Foreldrafélagið tekur þátt í útskrift 10. bekkjar með því að bjóða upp á verðlaun og veita útskriftarnemendum gjafir.
Eitt af verkefnum foreldrafélagsins er að sjá til þess að í hverjum bekk/hóp séu tveir til þrír bekkjarfulltrúar. Þeir eru tengiliðir stjórnar foreldrafélagsins inn í bekkina auk þess að sjá til þess að skipulögð séu bekkjarkvöld helst einu sinni á önn.
Skipulagningu og þátttöku í fræðslufundum fyrir foreldra og forráðamenn.
Sækja um styrki í hverfissjóð breiðholts fyrir verkefni og atburði tengdu skólastarfinu.
Páskabingó og jólaföndur, Nemendur 7. og 10. bekkjar eru oft með veitingasölu til styrktar bekkjarferðum. Slík kvöld eru ekki hugsuð sem fjáröflunarkvöld fyrir foreldrafélagið.
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast handbókina sem pdf skjal
Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir við stjórn foreldrafélagsins.
Bekkjarfulltrúar allra bekkja mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins og funda með stjórn þess minnst einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót til að samræma störf og til að fá yfirsýn yfir foreldrastarfið í skólanum.
Bekkjarfulltrúar hafa frumkvæði að því að kalla eftir bekkjarsamkomu en bera ekki einir ábyrgð á framkvæmd hennar.
Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á að virkja með sér aðra foreldra til að manna þær rölthelgar sem bekknum er úthlutað. Nánari upplýsingar um foreldrarölt
Bekkjarfulltrúar geta leitað til foreldrafélagsins með hvað sem er.