Á Íslandi hafa ný  lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna.


Tengiliðir í Grunnskólanum á Ísafirði eru

Arna Björk Sæmundsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu, netfang: arna@isafjordur.is og 

Sóley Veturliðadóttir, þroskaþjálfi, netfang: soley@isafjordur.is 

Birgitta Rós Björnsdóttir, þroskaþjálfi, netfang: birgittarb@isafjordur.is 



Hér má finna upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna í Ísafjarðarbæ.


Stigskipting þjónustu

Þjónusta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum. Gott er að hafa í huga að sú þjónusta sem barnið fær er stigskipt en ekki mál barnsins sem slíkt. Þannig geta börn fengið þjónustu á fleiri en einu þjónustustigi. 


Hér fyrir neðan má nálgast myndband með samantekt á farsældarlögunum.