Tóvinnunámskeið eru haldin 5 kvöld frá 19.00-22.00 eða tvær helgar, í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er spunninn þráður lífsins úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum. Fyrstu tvö skiptin er kennt að spinna þráð frá reyfi, kemba með handkömbum og spunnið á snældu og seinni þrjú kvöldin er kennt að spinna á rokk í vinnustofunni við nútímaþægindi. Námskeiðið nýtist einnig sem framhaldsnámskeið þeim sem vilja rifja upp og læra meira.
Námskeiðið kostar 45.000.- Upplýsingar í síma 899 8770 og dyngjanlisthus@gmail.com
Lummur og ketilkaffi á heitri kamínu.
Nemendur fá reifi til að vinna með, kemba með handkömbum og spinna þráð á halasnældu og rokk. Einnig er spunnið frá plötulopa og kembum sem þær kemba í handsnúinni kembivél og lyppa.
Spuni er elsta aðferð til að koma efni í þráð og síðan í nytjamun, svo sem körfur og efni til að skýla sér með. Þetta er aðferð sem þróast hefur frá upphafi menningar frá kynslóð til kynslóðar í þúsundir ára. Þar til að á seinustu öld, að iðnbyltingin tekið við og kynslóðin er stýrir henni telur sig ekki þurfa á fornri þekkingu handanna að halda lengur. Hin almenna þekking er ekki lengur til staðar, allt er nú gert í verksmiðjum þar sem fáir kunna skil á ferlinu. Gjá hefur myndast og gömul viska tapast.
Heiðusápa Heiða í Auðsholti, Ragnheiður Guðmundsdóttir, var sumarmamma mín til margra ár. Ég ólst upp hjá ættingjum í Auðsholti í Biskupstungum öll sumur fram að þeim tíma að ég fór að vinna launaða vinnu í Reykjavík á sumrin. Ég mundi eftir sápunni sem Heiða notaði og að í sápunni var hrossa eða kindatólg. Sápan var notuð til þvotta og þegar við heimasæturnar vorum látnar þvo ullarsokka á þvottabretti þá notuðum við sápuna hennar Heiðu. Mér fannst það alltaf merkilegt að Heiða hefði gert sápuna sjálf og þegar ég bað hana um að gefa mér uppskriftina 46 árum seinna, þá var hún auðfengin.
Námskeið í jurtalitun eru haldin sem örnámskeið og lengri námskeið. Litað er úr þeim jurtum sem vaxa í nágreninu og/eða innfluttum efnum.
Námskeið með kemiskum litun eru haldin sem örnámskeið.