MIÐSTÖÐ BRÁÐAÞJÓNUSTU

UTAN SJÚKRAHÚSA

CENTER FOR PREHOSPITAL EMERGENCY SERVICES

Síðustu viðbætur:

LEIÐBEININGAR (útgefið)

Upplýsingar um síðuna

Þessi síða er í vinnslu en hér munu klíniskar leiðbeiningar fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa eiga heima þegar fram í sækir.  Þangað til munu birtast hér nýjar leiðbeiningar með (ó)reglulegu millibili.

Undir LEIÐBEININGAR (útgefið) og LYF (útgefið) má finna þær leiðbeiningar sem eru frágengnar og útgefnar í nýju formi. Þegar þeim fjölgar munu þessar fyrirsagnir og útlit breytast eitthvað til þess að auðvelda utanumhald og aðgengi að upplýsingunum.  Leiðbeiningar án virkra hlekkja eru til yfirlestrar og koma fljótlega.

Nýjar leiðbeiningar birtast ekki endilega í augljóslega lógískri röð. Ástæðan er sú að búið er að vinna grunninn að nokkrum þessarara skjala nú þegar og ýmist birta sem stöðluð fyrirmæli hjá SHS eða að þau hafa biðið þess að verða að stöðluðum fyrirmælum. Nú koma þau þess í stað sem landsdekkandi fyrirmæli. 

Heildarmyndina má svo sjá undir DRÖG - Heildarleiðbeiningar - DRÖG sem gefur hugmynd um það hvernig lokaafurðin mun líta út. Flestar þessar kaflafyrirsagnir eru þó orðin tóm eins og er en við munum fylla á þær hægt og rólega þar til góð mynd er komin á þessar klínisku leiðbeiningar fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa.

Athugið að þær leiðbeiningar sem hér koma fram eru þegar samþykktar af undirrituðum.


Kv

Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa

18.09.2020


25.09.20  Ég tók út DRÖG - Klíniskar leiðbeiningar - DRÖG skjalið enda sjást nýjar leiðbeiningar hér á síðunni. Áfram aðgangur að drögum að heildarleiðbeiningum til þess að hægt sé að sjá hvernig heildarmyndin er hugsuð.

14.04.21 Setti inn tengil á upprunalegu vinnuferlana (2006) og verklag við grun um áverka á hrygg og mænu (2018) þar sem þær leiðbeiningar eru enn í gildi nema þar sem aðrar leiðbeiningar eru til komnar. / VM