Lög félagsins
Félag spænskukennara á Íslandi
Lög
1. Nafn félagsins er Félag spænskukennara á Íslandi.
2. Aðsetur félagsins er í Reykjavík.
3. Félagar eru þeir sem stunda eða hafa stundað spænskukennslu og hafa greitt félagsgjald.
4. Stjórn félagsins er kosin til tveggja ára á aðalfundi. Kosin skal 3ja manna stjórn, formaður, ritari og gjaldkeri, og einn varamaður. Kjörgengi og atkvæðisrétt hafa fyrrum starfandi og starfandi spænskukennarar innan menntakerfisins sem hafa greitt félagsgjöld. Auk þess skal kjósa einn skoðunarmann reikninga og annan til vara.
5. Félagsgjöld fyrir starfsár eru ákveðin á aðalfundi.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningarnir skulu endurskoðaðir af tveimur skoðunarmönnum sem aðalfundur kýs.
6. Aðalfundur skal haldinn á tímabilinu janúar-mars ár hvert.
Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til meðferðar:
· Kosning fundarstjóra og fundarritara.
· Skýrsla stjórnar.
· Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
· Upphæð árgjalds ákveðin.
· Lagabreytingar.
· Kosning stjórnar og varastjórnarmanns annað hvert ár.
· Kosning skoðunarmanns reikninga.
· Önnur mál.
7. Lögum félagsins má breyta á aðalfundi eða aukaaðalfundi með samþykki 2/3 hluta atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu kynntar í fundarboði.Tillögur að lagabreytingum skal senda á félagsmenn tveimur vikum fyrir aðalfund. Meirihluti félagsmanna þarf að samþykkja tillögu á aðalfundi svo lögum sé breytt.
8. Stjórnin ræður málefnum félagsins milli aðalfunda. Hún tekur nánari ákvarðanir um starfsemi þess og ber ábyrgð á fjárreiðum. Formaður boðar til stjórnarfunda, sem halda skal svo oft sem þurfa þykir. Stjórnarfund skal einnig halda ef í það minnsta tveir stjórnarmenn krefjast þess. Stjórnarfundur er löglegur og ályktunarbær ef tveir sækja fundinn hið fæsta, stjórnarmenn eða varastjórnarmaður. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.
9. Starfssvið og tilgangur félagsins er:
· Að stuðla að framgangi spænskukennslu á Íslandi.
· Að vera til ráðgjafar fyrir opinbera aðila, menntamálaráðuneytið, skóla og einstaklinga.
· Að stuðla að faglegri umræðu meðal kennara.
· Að stuða að símenntun starfandi kennara, m.a. með því að miðla upplýsingum, standa fyrir endurmenntunarnámskeiðum o.s.frv.
· Að stuðla að aukinni samvinnu Íslands og spænskumælandi landa.
10. Félagið mun ná settum tilgangi með því:
· Að standa að endurmenntunarnámskeiðum fyrir félagsmenn jafnt innanlands sem erlendis.
· Að starfa með Samtökum tungumálakennara á Íslandi (STÍL) og taka þátt í vinnustofum, námskeiðum og ráðstefnum ásamt almennri opinberri umræðu um tungumálakennslu á Íslandi.
· Að vekja athygli á því tungumálanámi sem er í boði hérlendis ásamt því að styrkja sambönd við skóla og stofnanir í spænskumælandi löndum sem bjóða upp á spænskunámskeið.
11. Hagnaður af félagsgjöldum og öðrum styrkjum rennur til félagsins og félagsmanna, t.d. til að greiða kostnað vegna fundahalda eða til að styrkja félagsmenn til að sækja námskeið eða ráðstefnur.
12. Ef slíta skal félaginu skal það gert á aðalfundi með atkvæðagreiðslu.
Komi fram tillaga um slit félagsins skal farið með hana eins og lagabreytingatillögu. Þó fæst hún eigi afgreidd nema a.m.k. fimmtungur félagsmanna mæti til aðalfundar. Ef ekki næst tilskilin fundarsókn skal boða til framhaldsaðalfundar um tillöguna innan mánaðar. Sá fundur getur afgreitt tillöguna án tillits til fjölda fundarmanna. Verði félagið lagt niður skal á sama fundi ráðstafa eignum þess í samræmi við tilgang félagsins eða til góðgerðarmála.