Astrid Lindgren fæddist árið 1907 í Svíþjóð og var rithöfundur. Hún var þekktust fyrir barna skáld sögurnar sínar: Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, Ronja Ræningjadóttir, Bróðir minn Ljónshjarta og Kalli á þakinu. Hún lést árið 2002 en þá var hún orðin 94 ára.
Lína Langsokkur byrjaði sem sögur sem Lindgren sagði ungri dóttur sinni þegar hún var veik. Að sögn Lindgren fann dóttir hennar upp nafnið. Stórhuga örlæti Línu og algjört virðingarleysi hennar vakti mikla athygli yngri kynslóða og óbilgirni hennar gerði hana að femínískri helgimynd.
Georg Riedel fæddist 8. janúar 1934 og dó 25. febrúar 2024. Hann fæddist í Tékkóslóvakíu en fluttist til Svíþjóðar þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall. Þar gekk hann í tónlistarskóla og varð síðar þekktur jazz lagasmiður.
Þórarinn Eldjárn fæddist 22. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann er íslenskt skáld og rithöfundur og þekktastur fyrir ljóð sín og hnyttnar ljóðabækur fyrir börn.
Þórarinn hefur sent frá sér nokkrar barnaljóðabækur í samstarfi við systur sína, myndlistarkonuna Sigrúnu Eldjárn, og hafa þær hlotið fjölmargar viðurkenningar.