Á bak við tjöldin

Copy of 520C8319-0A70-45C8-81F8-A93E22F30BBC.mov

9 dagar fram að sýningu!

Nú þegar aðeins 9 dagar eru fram að sýningu þá er undirbúningur kominn á fullt, hljómsveitin að æfa lögin með einsöngvurum á meðan leikhópurinn tekur lögin saman og danssporin mæld á sviðinu. Í lokin er svo viðtal við Pétur tónlistarkennara sem er heldur betur ánægður með gengi tónlistarhlutans!

Búninga- og leikmunadeildin

Búningar eru nauðsynlegir til að góð sýning lifni við en síðustu vikur hefur hópur nemenda unnið hörðum höndum að því að hanna og setja saman flíkur og allskonar leikmuni undir dyggri leiðsögn Heiðu kennara!

Aðstoðarsviðstjórar

Engin sýning getur gengið snuðrulaust fyrir sig án þess að réttir einstaklingar haldi utan um sviðið, stýri umferð og sjái til þess að leikmunir og leikarar séu á réttum stað.

Leikskrárritstjórar

Leikskrár verða ekki til af sjálfu sér og þá er gott að hafa trausta menn í verkinu. Ein leikskrá kann að hljóma sem auðvelt verkefni en í lifandi leikarahóp þar sem hlutverk geta bæst við eða breyst, stór hópur kemur að fjölbreyttum verkefnum við metnaðarfulla uppsetningu og fólk færist milli staða.

Hljómsveitin

Líklega hefur enginn hópur eytt meiri tíma í æfingar og undirbúning en hljómsveitin okkar sem skipuð er ótrúlega hæfileikaríkum nemendum úr tónlistardeild Þingeyjarskóla undir leiðsögn Péturs tónlistarkennara. 

Tæknideildin

Við vorum þó nokkur sem tókum að okkur ýmis tæknimál, tókum upp viðtöl, smelltum myndum af ferlinu og komum upp þessari síðu. Klárlega langflottasti hópurinn!