Til þess að viðamikið verkefni sem þetta gangi upp þá reiðum við okkur á fjárstuðning og styrki. Við höfum nú þegar fengið styrk frá Barnamenningarsjóði auk þess sem Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð styrkir verkefnið sem og fyrirtækin TT bókhald og Arctic Fish á Tálknafirði.
Við höfum einnig sótt um styrk hjá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og Samfélagstyrk Landsbankans sem við bíðum spennt eftir að heyra frá. Öllum fyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur verið boðið að styrkja verkefnið og vonumst við til þess að heyra frá sem flestum.
Í sameiningu getum við gert stórkostlega hluti fyrir börnin okkar á sunnanverðum Vestfjörðum.
Styrkjum og styðjum við öfluga barnamenningu í heimabyggð.
Við færum öllum stuðningsaðilum verkefnisins bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Án ykkar stuðnings væri þetta ekki mögulegt !!