Valgreinadagur á Hvammstanga

29. september 2022

Kvikmyndaval - Ragga Sveins

Fyrri og seinni smiðja - hámark 20

Nemendur velja hvort þeir vilji dunda sér við að leika og taka upp stuttmynd, stoppmynd eða fari um skólasvæðið og myndi það sem um er að vera og setji saman í stuttmynd.

Ljósmyndun - Eydís Ósk

Fyrri og seinni smiðja - hámark 20

Nemendum er skipt í hópa og vinna saman að verkefnum. Nemendur koma með síma eða myndavél með sér. Þeir fá í hendur þemu sem skal fara eftir. Ef veður leyfir fer mikill tími í útiveru við myndatöku svo þau þurfa að vera vel búin. Í endann förum við saman í skólastofu og förum yfir afraksturinn.

Píla - Viktor Ingi

Fyrri og seinni smiðja - hámark 16

Farið verður yfir undirstöðuatriðin í pílukasti og léttir leikir spilaðir.

Eldað úti - Berglind

Fyrri og seinni smiðja - hámark 15

Í útieldun ætlum við að fara yfir hvað hægt er að gera með einföldum hætti þegar kemur að því að elda úti á kolum. Við munum baka brauð og köku, útbúa einfalt grænmetis kúskús og poppa okkur popp og gæða okkur á því á meðan við bíðum eftir ljúffengu brauði og köku.

Mikilvægt er að hafa gaman saman og klæða sig vel eftir veðri!

Kínaskák - Þórunn Helga

Fyrri og seinni smiðja - hámark 20

Kínaskák er spilað á handspil. Skipt er í 4 manna hópa og spilað eftir ákveðnu ferli. Kínaskák er orðin vinsæl víða um land og eru margir klúbbar í gangi víðsvegar um landið. Haldið er nokkurs konar Íslandsmót árlega þar sem spilarar hittast og hafa þar gaman.

Blak og ringó - Magnús Vignir

Fyrri og seinni smiðja - hámark 25

Um er að ræða tvískiptan tíma í íþróttahúsinu þar sem annars vegar er unnið með ringó og hins vegar blak.

Í báðum greinum er unnið með grunntækni og síðan spilað.

Hvað er ringó ?

Ringó svipar nokkuð til blaks en í stað bolta eru notaðir tveir gúmmíhringir, sem liðin kasta yfir net og reyna að koma í gólf hjá andstæðingnum. Aðeins má grípa hringina með annarri hendi og þar sem tveir hringir eru á lofti í einu verður oft æði mikið líf og fjör á vellinum. Spilað er á blakvelli í fjögurra(sex manna) manna liðum og þátttakendur þurfa ekki að búa yfir neinni sérstakri kunnáttu eða getu annarri en að geta gripið með annarri hendi og kastað yfir netið. Ringó er því frábær íþrótt fyrir fólk á öllum aldri og skemmtilegt hópefli fyrir fjölskyldur, vinahópa og vinnustaði.



Zumba, jóga og leikir - Guðrún Helga

Fyrri og seinni smiðja - hámark 20

Við byrjum á því að liðka okkur og styrkja í jóga. Í lokin á jógatímanum tökum við slökun. Þá skellum við okkur í Zumba og dönsum. Þar á eftir förum við í leiki. Mikið fjör, mikið gaman og mikið brosað.

Kertasmiðja - Svava Lilja

Fyrri og seinni smiðja - hámark 8

Nemendur fræðast um bræðslu á vaxi og kertagerð og fá að steypa kerti.

Félagsvist - Jóhann

Fyrri og seinni smiðja - hámark 20

Farið verður yfir helstu reglur í félagsvist og spilað. Hver fær flest stig? Hver situr lengst?

Spinnum ull - Olga Lind

Fyrri og seinni smiðja - hámark 8

Kynning á íslenskri ull og hvernig ullarvinnsla var heima á sveitabæjum á Íslandi fyrir tíma vélvæðingu.

Nemendur kemba ull og læra að spinna á rokk.



Myndmennt - Kristbjörg Dúfa

Fyrri og seinni smiðja - hámark 20

Allir taka þátt í að skapa sama listaverkið. Við ætlum að skoða mismunandi útfærslur af veggmyndum og tilgang þeirra og menningargildi.

Finnum okkur svo þema, vinnum saman út frá því og krotum okkar eigin veggmynd. Öll saman á eitt stórt blað.

Hér er aðal markmiðið að hver og einn fái frelsi til þess að teikna/mála með sínum eigin stíl en á sama tíma að vinna í hópi. Útkoman verður síðan: skemmtilega fjölbreytt ein heild.

Lifandi listaverk - Inese

Fyrri og seinni smiðja - hámark 10

Endursköpun þekktra listaverka með sjálfan sig í listaverkinu. Unnið með pappír, liti, textíl o.fl.

Hár og förðun- Borghildur og Dagrún

Fyrri og seinni smiðja - hámark 25

Í hár- og förðunarvali ætlum við að leika okkur með alls kyns farðanir, bæði hefðbundnar farðanir og body paint. Þá ætlum við líka að prófa okkur áfram með heit járn og fléttugerð.

Endilega komið með eigin förðunarvörur, heit járn og hárbursta að heiman.



Brjóstsykursgerð - Gigga

Fyrri og seinni smiðja - hámark 10

Kennt verður hvernig hægt er að búa til dýrindis mola með ýmsum bragðtegundum.


Þjónusta og framreiðsla - Ylfa Jean

Seinni smiðja - hámark 20

Farið verður yfir grundvallaratriði í almennri framreiðslu eins og uppdekkingu borða, servíettubrot og frágang. Farið verður yfir samskipti við viðskiptavini, hreinlæti og snyrtimennsku og eitthvað fleira skemmtilegt eins og blómaskreytingar kokkteilagerð og jafnvel kokkteilkeppni. Góður grundvöllur sem hægt er að nýta í öllum þjónustutengdum störfum.


Fræðsla frá lögreglunni

Fyrir alla í lokin

Í lok dagsins mun Margrét Alda Magnúsdóttir, forvarnafulltrúi lögreglunnar, vera með fræðslu og umræður fyrir nemendur þar sem umræðuefnið verður m.a. samskipti á netinu.