Þrívíddarhönnun í Fusion 360.
Prentun og uppsetning í CURA.
Hér fyrir neðan er að finna námsefni á íslensku um grunnskipanir í forritinu Fusion 360 frá Autodesk, ásamt kennslu í uppsetningu fyrir þrívíddarprentun og dæmi um vinnslu með útprentaða lokaafurð.
Hönnun á lyklakippu með upphafsstöfum í Fusion 360.
Í þessu myndskeiði er lyklakippa hönnuð í Fusion 360, með það að leiðarljósi að fara yfir nokkrar grunnskipanir í forritinu (create sketch, two point rectangle, extrude, two point circle og fillet svo dæmi séu tekin).
Hönnun á eggjabikar í Fusion 360.
Í þessu myndskeiði er eggjabikar hannaður í Fusion 360, með það að leiðarljósi að fara yfir nokkrar grunnskipanir í forritinu (create sketch, center diameter circle, offset plane, loft tool og shell svo dæmi séu tekin).
Hönnun á bréfaklemmu í Fusion 360.
Í þessu myndskeiði er bréfaklemma hönnuð í Fusion 360, með það að leiðarljósi að fara yfir nokkrar grunnskipanir í forritinu (create sketch, line tool, center diameter circle, sweep, fillet svo dæmi séu tekin).
Hönnun á peningabauk með loki í Fusion 360.
Í þessu myndskeiði er peningabaukur með loki hannaður í Fusion 360, með það að leiðarljósi að fara yfir nokkrar grunnskipanir í forritinu (create sketch, cylinder, shell, create components from bodies, offset plane, extrude, center rectangle, ground og joints svo dæmi séu tekin). Æskilegt er að fólk hafi reynt við viðfangsefni mynskeiða 1 og 2 áður en það reynir við þetta verkefni.
Uppsetning á hlut fyrir þrívíddarprentun í Ultimaker Cura.
Í þessu myndskeiði er farið yfir hvernig hægt er að setja upp hlut fyrir þrívíddarprentun í forritinu Ultimaker Cura, með það að leiðarljósi að fara yfir nokkrar grunnstillingar í forritinu.
Prentunarferlið og áframhald á vinnu með hlut.
Í þessu myndskeiði er farið yfir nokkur skref sem hægt er að taka með hluti eftir að þeir koma úr þrívíddarprentaranum. Farið er yfir leiðir til að ná hjálparefni af hlut, ásamt því hvernig hægt er að grunna, mála og lakka hluti eftir prentun.