Val á miðstigi

vor 2022

Val í 5. -7. bekk

Næsta haust verður boðið upp á val á miðstigi svipað því sem hefur verið á unglingastigi. Valið fer þannig fram að nemendur velja það sem þeir hafa mestan áhuga á að prófa. Til að nemendur fái að prófa fleiri en eina grein þá ákváðum við skipta valinu í þrjár lotur, en hver lota verður fimm skipti. Notaðar verða tvær kennslustundir á miðvikudögum fyrir valgreinarnar.

Nemendur velja 4 valgreinar í hverri lotu, númer eitt er það sem þeir hafa mestan áhuga á og svo koll af kolli. Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda.

Hér fyrir neðan má sjá lýsingar á þeim valgreinum sem verða í boði.

LOTA 6

26. APRÍL - 10. MAÍ

Bjóða leikskólum í heimsókn

Leikskólabörnum af Krógabóli boðið í Síðuskóla. Heimsóknirnar skipulagðar og undirbúnar. T.d. íþróttasalur, bókasafn, spil og fleira.

Book creator og áhugasvið (snillingastund)

Nemendur velja sér eigið áhugasvið og afla sér finna upplýsingar á netinu og í bókum á bókasafninu. Fjölbreytt skil í samráði við kennara, t.d. book creator. Áhugasviðið má vera allt milli himins og jarðar, t.d. sögur, landafræði eða hvað sem er.

Fótboltaskóli

Fótboltaskóli þar sem farið verður í fjölbreyttar æfingar sem tengjast fótbolta. T.d. skotæfingar, tækniæfingar, spil og fleira.

Frisbígolf

Farið í frisbígolf, 4 vellir eru staðsettir í bænum. Farið yfir reglur og íþróttin æfð.

Nemendur þurfa að vera á hjóli þar sem næstu vellir eru við Háskólann og á Hamarkotstúni.

Golf

Farið á æfingarsvæðið á golfvellinum. Þar verður kennari á staðnum og leiðbeinir nemendum og allur búnaður verður á staðnum.

Hjólaval

Í hjólavali þurfa nemendur að vera á eigin reiðhjóli. Í hjólavali verður hjólað í nágrenninu. Markmið eru m.a. að njóta þess að vera úti, auka þol, hreyfa sig, læra umferðarreglur og kynnast nærumhverfinu.

Tvö skipti út að hjóla, eitt skipti farið í braggapark.

Nemendur þurfa að klæða sig eftir veðri.

Athugið: Hjálmanotkun er skylda og nemendur þurfa sjálfir að útvega hjálm og hjól sem er í góðu standi.

Útieldun/Útileikir

Leikir sem amma og afi léku sér í. Farið verður yfir leikreglur klassískra leikja.

Leikir eins og: Ein króna, Fallin spýta, Tíu skref blindandi, Hlaupið í skarðið og Hundabein verða kenndir. Fleiri leikir eftir því sem tíminn leyfir.

Af því að fátt er betra en að leika sér og borða góðan mat þá eldum við okkur eitthvað úti líka.Við eldum okkur létta og einfalda rétti sem auðvelt er að gera á stuttum tíma eins og lummur og brauð.

Athugið að þið þurfið að skrá ykkur inn með Síðuskóla netfanginu ykkar til að geta valið.