Litla gula hænan

Til þess að gera þetta verkefni þarf að hlusta á söguna
Litla gula hænan eftir Leikhópinn Lottu.

Söguna um Litlu gulu hænuna þekkja flestir en ævintýrið hefur verið notað í fleiri áratugi til að kenna börnum mikilvægi þess að allir hjálpist að.

Lotta hefur ákveðið að krydda þessa hefðbundnu sögu örlítið og bæta við heilu ævintýri í viðbót. Hver veit nema litla gula hænan sé einmitt sama hæna og verpir gulleggjum fyrir risann í ævintýrinu um Jóa og baunagrasið.

Litla gula hænan kom út sumarið 2015 og er í raun samruni tveggja saga, ævintýranna um litlu gulu hænuna og Jóa og baunagrasið.

Í verkefnapakkanum er áhersla lögð á húsdýrin og unnið með þau á fjölbreyttan hátt samhliða því að vinna með söguþráðinn. Verkefnin samanstanda meðal annars af orðasúpu, sögukubb, krossorðaglímu, sögukorti og krossaprófi.