Fréttir frá 

ÍSAT-landi

Á þessari síðu eru myndir, myndbönd og frásagnir frá því sem er að gerast í ÍSAT landi

19. apríl 2024

Hér er myndband þar sem nemendur og kennari voru að æfa sig í áttunum og bjuggu til lítið skemmtilegt lag

Áttirnar í ÍSATlandi.mp4

Hér er smá fréttaskot frá Ísatlandi

Í Ísatlandi hafa verið unnin mjög skemmtileg verkefni. 

Sumir hafa unnið með Líkamann, aðrir með Ævintýrið um Rauðhettu. Þá hafa nemendur unnið með verkefnið Ég sjálfur, heimilið, fjölskyldan osfrv. 

Nú nýlega byrjuðu nokkrir nemendur að vinna út frá bókinni Gula sendibréfið en textinn úr henni er einmitt grunnurinn að byrjendalæsi í 3. og 4. bekk.

 Krakkarnir hafa verið áhugasamir og verkefnin bera þess svo sannarlega merki, bæði falleg og í þeim er mikill fróðleikur. 

Bestu kveðjur frá Ísatlandi, Yrsa Hörn og krakkarnir