Fjarnám í Oddeyrarskóla

Fordæmalausir tímar!

Eins og fram hefur komið síðustu daga eru sérstakar aðstæður uppi í samfélaginu. Það á einnig við um okkur hér í skólanum og eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir að unglingastigið, þ.e. 8. – 9. bekkur, hitt umsjónarkennara á meet kl.10 og mæti svo í skólann milli klukkan 13-15. 10.bekkur mun vera í fjarnámi í dag.

Þessi síða er sett upp til að auðvelda nemendum og foreldrum aðgengi að námsefni og upplýsingum. Hér til vinstri er hægt að skoða hvað er í boði og með hvaða hætti foreldrar og forráðamenn geta aðstoðað nemendur við námið. Þó við séum ekki með hefðubundinn skóladag eiga allir að hafa aðgengi að efni, ásamt þeim verkefnum sem kennarar leggja til. Hér neðar á síðunni má sjá nánara skipulag á því.

Stjórnendur Oddeyrarskóla