Hvað er?


Þessi síða inniheldur kennsluefni sem er notað í kennslu á framhaldsskólastigi þegar kemur að geðsálfræði, geðheilsu og samfélaginu. Efnið er einungis í fræðsluskyni og er alltaf í þróun og vinnslu og birtist því hér með þeim fyrirvara.  Á síðunni kemur fyrir orðanoktun sem á vítt við geðrænan vanda.  

Geðrænn vandi = Veikindi sem hafa áhrif á heilann og snúast um tilfinningar okkar, hvernig við hugsum og hegðum okkur.  Það eru til mörg orð yfir slík veikindi og mismunandi hvaða fólk velur að nota. Algengt er að nota jöfnum höndum þessi orð: Geðsjúkdómar, geðraskanir, geðrænar áskoranir, andleg veikindi, geðræn veikindi og fl.