Konur í jaðarhópum

Konur í jaðarhópum

Smellið á myndirnar eða hnappana til að skoða betur eða hlusta

Ég valdi að málamynd af konu með transgender fánan sem á að merkja að konan sé trans og á í raun að vera að hluta til Marsha P. Johnson. Ég valdi það viðfangsefni vegna þess að ég horfði nýlega á myndin The death and LIfe of Marsha P. Johnson. Sú mynd opnaði augu mín fyri því hversu rosalega erfið staða transn kvenna eru því samkvæmt myndinni fá þær ekki að vera partur af LGBTQ byltingunni né femísku byltingunni.

Helen Keller og Anne Sullivan

Hér fyrir neðan er teikning sem er gerði af Anne Sullivan og Helen Keller. Anne Sullivan var kennari og best þekkt fyrir að vera einkakennari Helen Keller. Helen Keller var bæði blind og heyrnarlaus og barðist fyrir réttindum fólks með fatlanir. Sullivan var kennari Kellers frá 7 ára aldri. Ég valdi þær vegna mikið Keller þurfti að vinna fyrir öllu í hennar lífi og hve frábærum árangri þær náðu saman.

Dansinn fyrir jafnræði og mannréttindum.

Valgerður Bjarnar Björnsdóttir.

Hér á meðfylgandi myndum má sjá endurgerð mína á verki Henri Matisse titlað ,,Dansinn". Þar má sjá fimm konur dansa hringinn í kring um samfélagsleg málefni sem töfrum líkast. Innst í hringnum má sjá nýja ,,intersectional" fána LGBTQIA+ með viðbættum röndum fyrir trans einstaklinga og POC (people of colour) hinsegin fólk. Það má einnig sjá tákn venusar sem táknar kvennréttindabaráttu og tákn BLM (black lives matter) réttindabaráttu svarts fólks. Ásamt því má sjá merki fatlaðra einstaklinga til að tákna baráttu þeirra og tákn trans einstaklinga er þarna til hægri fyrir miðju sem er táknrænt fyrir baráttu transkvenna um heim allan. Konurnar fimm sem dansa eru af engum sérstökum kynþætti né stétt og eru þarna til að tákna ást, kærleik og samstöðu milli kynsystra.

Verkið er málað með akrýl málingu á plötu.