SNJALLRÆÐI
Hönnunarstund í Helgafellsskóla
Snjallræði er hönnunarstund þar sem allir nemendur skólans glíma við sömu áskorun á sama tíma, allt frá leikskólastigi upp á unglingastig. Mánaðarlega fá nemendur minni áskorun sem þeir glíma við í hópum. Einu sinni á önn er svo stærri áskorun sem tekur lengri tíma. Þar glíma nemendur við raunveruleg vandamál sem þeir eiga að leysa. Hér er af nægu að taka og má nefna vandamál eins og plastmengun í hafinu, heimsfaraldur eins og Covid eða matarsóun í mötuneyti.
Á vefsíðunni verður safnað saman öllum þeim áskorunum sem lagðar verða fyrir. Öllum er frjálst að nýta sér þetta efni en vonandi nýtist það fleiri skólum.
Verkefnið hlaut styrk úr Sprotasjóði og Klörusjóði haustið 2021. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Fríðu (malfridur.bjarnadottir@mosmennt.is)
Fyrsta skrefið er að fara í gegnum ferli hönnunar með nemendahópnum. Þar er að finna æfingu sem gerð er samhliða hverju skrefi fyrir sig.