Fög kennd allt skólaárið

Íslenska og stærðfræði hringekja

kennt allan veturinn í 40 mínútur, 1 stund.

Kennari:  Íslenskukennari og stærðfræðikennari


Í þessum áfanga er tækifæri fyrir alla nemendur sem vilja auka færni sína í íslensku og/eða stærðfræði óháð núverandi færni. Námsefni og yfirferð er aðlöguð að nemendum og markmiðum sem þeir setja sér í samvinnu við kennara. Nemendur hafa val um hvora smiðjuna þeir fara í frá viku til viku. 


Námsmat: Símat þar sem lögð er áhersla á góð vinnubrögð og sjálfstæði.

Hreystival

kennt allan veturinn í 80 mínútur, 2 stundir

Kennarar:  María Málfríður Guðnadóttir og Lilja Íris Gunnarsdóttir, íþróttakennarar


Lögð er áhersla á að auka hreysti nemenda og efla heilbrigt líferni þeirra. Reynt verður að blanda saman innihreysti og útiveru. Nemendur kynnast t.d. golfíþróttinni og íslenskri glímu. Undirbúningur fyrir skólahreysti til þess að efla nemendur til dáða og gefa öllum kost á að taka þátt sem hafa áhuga.

Útivera: Þríþraut (hjóla, hlaupa og synda), gengið kringum Elliðavatn, gengið á Esjuna, fjöruþrek, sjósund í Nauthólsvík. Skíðaferð í Bláfjöll.

Inniæfingar: Þrek og þol þar sem fléttaðar eru saman skemmtilegar og óhefðbundnar æfingar.

Kaðallinn verður tekinn í gegn.

Stökkkraftsmælingar.


Nemendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt og leggja sig fram af áhuga og gleði.

Mens sana in corpore sano.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.


Námsmat: Símat er allan veturinn, þátttaka, verkefni, virkni, áhugi og hegðun nemanda gildir til lokaeinkunnar.

DnD val og önnur spil - dungeons and dragons

kennt í 80 mínútur allan veturinn, 2 stundir

Kennari/DM: Hanna Clara Minshull

 

Kanntu að spila DnD? Viltu læra? Í áfanganum búa nemendur sér til persónu og spila í gegnum ævintýri sem DM (dungeon master) stýrir á ensku. Áhersla verður lögð á samskipti spilara í hlutverkaleik. Einnig verða önnur spil spiluð.

Námsmat: Símat þar sem metin verður virkni og þátttaka nemenda, samskipti og virkni.

Fótboltaval í Fífu/Smára

kennt í 40 mínútur allan veturinn, 1 stund

Þjálfari: Hermann Óli Bjarkason, knattspyrnuþjálfari

Tímarnir verða aðallega verklegir. Áhersla er lögð á þjálfun og þekkingu á leiknum, uppsetning á æfingu og tímaseðli. Förum yfir góðar og skemmtilegar fótboltaæfingar  sem eru bæði einstaklings- og hópmiðaðar.

Markmið:

Helsta verkefnið verður að setja upp æfingu fyrir hópinn og þjálfa út frá tímaseðli og áherslu atriðum.

Námsmat: Mæting og þátttaka í tímum, verkefna skil.

Leshringur 

kennt allan veturinn, 1 stund. Kennt verður í lotum, stundum hist einu sinni í viku í 40 mín og stundum hist einu sinni í mánuði í lengri tíma til að ræða bækur eða horfa á mynd. 

Kennari :  Solveig Helga Gísladóttir

 

Þessi grein er hugsuð fyrir þá sem lesa ekki mikið og vilja breyta því og einnig fyrir þá sem hafa gaman af lestri og vilja tengjast vettvangi þar sem rætt er um bækur.

 

Leshringur getur bætt lesskilning og upplifun af lestri. Í leshring verður lesturinn að sameiginlegri upplifun og býður það upp á skemmtilegar umræður og samskipti.  Leslistinn verður ákveðinn í byrjun vetrar í samvinnu við nemendur til að hafa hann sem fjölbreyttastan.

 

Lesnar verða 3 bækur fyrir áramót og 3 bækur eftir áramót.  Nemendur munu einnig kynna eina uppáhaldsbók fyrir hópnum.  Ein bók verður lesin sem gerð hefur verið bíómynd eftir og horft á myndina og ætti það að geta boðið upp á skemmtilegar umræður.

 

Námsmat:

Símat byggt á lestrarþátttöku, umræðum og virkni í tímum

Yndislestur

Kennt allan veturinn, 1 stund

Kennari:  Solveig Helga Gísladóttir

 

Nemendur vinna lestraráætlun og eiga fasta tíma hjá kennara þar sem þeir ræða efni bókanna og fylgst er með framvindu nemenda.

 

Þessi grein er hugsuð fyrir þá sem hafa gaman að bókmenntum en einnig þá sem vilja auka lestur og bæta lesskilning. Megináhersla er lögð á upplifun og skilning og að nemendur lesi sér til ánægju.

Hver nemandi les fjórar bækur og gerir kennara grein fyrir þeim, ýmist skriflega eða munnlega. Bækurnar velja nemendur sjálfir að einhverju leiti en einnig verður leslisti sem hægt er að velja bækur af.

 

Námsmat: Símat byggt á umræðum, skilum og virkni í tímum.

Frístundaval

aðstoð í frístund allan veturinn í 120 mínútur í senn, 3 stundir

Þjálfun:  Kristín Lillý Kjærnested, forstöðumaður Demantabæjar


Nemendum býðst að koma í frístundina, Demantabæ í Lindaskóla og aðstoða við gæslu yngri nemenda í frístund, leika við þau og kynnast starfinu.  Forstöðumaður frístundar hefur yfirumsjón með starfinu og leiðbeinir nemendum.


Námsmat:  Símat allan veturinn, mæting, þáttaka, virkni, áhugi og hegðun nemanda gildir til lokaeinkunnar.

Fög kennd fyrir áramót

Vísindasmiðja

Kennt fyrir áramót 80 mín í senn, 1 stund

Kennari: Ásta Björk Agnarsdóttir

Þessi áfangi er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga og eru forvitnir um vísindi. Í kennslustundum verða fjölbreyttar tilraunir og athuganir bæði inni og úti.  Þið æfið ykkur einnig í að setja fram ykkar eigin rannsókn (skýrslugerð). Stefnt verður að heimsækja Vísindasmiðju Háskóla Íslands.

Markmið

·        Fái aukinn áhuga á tilraunum og náttúruvísindum

·        Tileinki sér vinnuferli og öðlist færni í að fylgja fyrirmælum.

·        Þjálfa vísindalæsi, beita skapandi og gagnrýnni hugsun í vinnu sinni.

Námsmat: Ástundun, virkni og áhugi. Einnig er unnið út frá hæfniviðmiðum í náttúrugreinum.

Fatahönnun / Fatabreytingar

Kennt fyrir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund.

Kennari: Sandra Hólm, textílkennari

 

Er fataskápurinn fullur af fötum sem þú notar ekki? Er komið gat á uppáhalds flíkina þína eða passar hún ekki lengur? Vissir þú að það er hægt að búa til virkilega flotta flík úr fötunum sem þú notar ekki lengur?

 

Í Fatahönnun og Fatabreytingar kynnist nemandi því hvernig hægt er að hanna nýja flík upp úr fatnaði að heiman sem ekki nýtist lengur. Ímyndunaraflið er sterkasta verkfærið og möguleikarnir endalausir þegar hugurinn kemst á flug!


Nemandi kemur með flík/ur að heiman til þess að breyta í nýja flík. 


Kennari verður nemanda til halds og trausts, veitir ráðleggingar um markmið og verklag við vinnslu verksins og hjálpar nemanda að skipuleggja vinnu sína.

 

 

Námsmat: Sjálfstæði, vinnusemi, jákvæðni, umgengni

Eldað og bakað

kennt í 80 mínútur fyrir áramót, 1 stund

Kennari: Erla Sigurbjartsdóttir, heimilisfræðikennari

 

Í valáfanganum eldað og bakað verður áhersla lögð á matseld og bakstur. Í lok tímans borða nemendur saman afrakstur tímans eða taka með sér heim, ef verkefnin eru þannig uppbyggð. Nemendur læra að lesa uppskriftir rétt, þekkja helstu eldhúsáhöld og hráefni. Unnið er í hópum þar sem góð samvinna er lykilatriði. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti, að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð, samvinnu og að frágangur sé góður eftir að verkefni er lokið.

 

Námsmat: Símat þar sem metin verða vinnubrögð, samvinna, sjálfstæði og síðast en ekki síst frágang á sínu vinnusvæði


Abstract/óhlutbundin kortlagning drauma

Kennt fyrir áramót í 80 mínútur, 1 stund

Kennari: Katrín Dögg Óðinsdóttir

Myndlistarval með yfirskriftinni “Abstract (óhlutbundin) kortlagning drauma”. 

Nemendur hafa stílabók eða skissubók nálægt rúminu sínu og skrifa eina setningu eða litla skissu um leið og þau vakna um draum næturinnar, unnið er út frá því.

Markmiðið með kúrsinum er hvernig við getum miðlað og túlkað alls kyns tilfinningar, rými, dýptir, birtu, takt og hvað eina annað grafískt og án orða. Notast verður við blandaða tækni, t.d. klippimyndir, vatnsliti, krítar, túss & blýanta.

Hér er upplagt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á listum og miðlun þeirra. Þetta er kúrs bæði fyrir listræna og þá sem eru að leita að listamanninum í sér. 

Námsmat: Virkni í tímum og verkefni. 

Fög kennd eftir áramót

Matargerð Asíu

Kennt eftir áramót 80 mín í senn, 1 stund

Kennari: Solveig Gísladóttir


Langar þig að læra að búa til asískan götumat? Nemendur elda aðgengilegan asískan mat og fræðast um helstu krydd og hráefni sem notuð er í asískri matargerð.  Markmiðið er að nemendur kynnist ólíkum hefðum í matargerð, fræðist um lönd og matargerð þeirra og læri að útbúa ýmsa rétti.


Námsmat: Áhugi, virkni í tímum, framkoma, sjálfstæði og vandvirkni.

Myndlistarval

kennt  eftir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund

Kennari:  Sigríður Valdimarsdóttir, myndlistarkennari


Markmið: 


Nám og kennsla: Aðallega verkleg kennsla ásamt kynningu á listasögu tengd þeim verkefnum sem lögð verða fyrir nemendur.

Verkefni: Skissur og hugmyndavinna, blýants og pennateikningar, olíukrítar og þurrkrítarverkefni, vatnslitamálun, akríl málun, þrykk, mótun og listasaga.

Námsmat: Í öllum kennslustundum er skoðað hvernig nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt, hvernig þeim tekst að vinna með áunna þekkingu og reynslu í námsgreininni og hvernig þeir nýta sér handbækur og tiltæka gögn. Einkum er skoðað vinnusemi – virkni, færni – leikni, sköpun og umgengi um efni og áhöld.

Markaðsfræði

kennt eftir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund

Kennari:  Arndís Ármann Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur og stærðfræðikennari


Í þessum áfanga munu nemendur kynnast heimi markaðsfræðinnar. Skoðað verður hvað markaðsfræði er og hvernig fyrirtæki markaðssetja vöruna sína og koma henni á markað. Nemendur skoða ýmis fyrirtæki og hvernig fyrirtækin eru farin að nota stafræna miðla t.d Facebook og Instagram til þess að auglýsa vörurnar sínar og gera þær eftirsóknarverðar. Einnig munu nemendur fá innsýn inn í heim fjármálalæsis.


Námsmat: Verkefnavinna og mæting. Ekkert lokapróf.

Bakstursval

kennt í 80 mínútur eftir áramót, 1 stund

Kennari: Erla Sigurbjartsdóttir, heimilisfræðikennari

 

Í bakstursvali verður unnið með bakstur á brauði, öðrum gerbakstri,  og hrærðu deigi. Nemendur læra að lesa uppskriftir rétt ,þekkja helstu eldhúsáhöld og hráefni.

Unnið er í hópum þar sem góð samvinna er lykilatriði. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti, að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð, samvinnu og að frágangur sé góður eftir að verkefni er lokið.

 

Námsmat: Símat þar sem metin verða vinnubrögð, samvinna, sjálfstæði og síðast en ekki síst frágang á sínu vinnusvæði.

Árshátíðardressið

Kennt eftir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund

Kennari: Sandra Hólm, textílkennari


Langar þig að hanna og sauma árshátíðardressið þitt?
Með aðstoð kennara fær nemandi stuðning, ráð og aðstoð við að sauma á sig dressið fyrir árshátíðina.

Námsmat: Sjálfstæði, vinnusemi, jákvæðni, umgengni

Eingöngu fyrir verðandi 10. bekk

MK Stærðfræði 2. áfangi

kennt allan veturinn í Lindaskóla, 3 stundir

Kennari: Stærðfræðikennari


Fylgt er áfangalýsingu Menntaskólans í Kópavogi. Áhersla er lögð á sjálfstæði og góð vinnubrögð. Nemendur sem velja þennan áfanga þurfa að hafa náð góðum árangri í stærðfræði (einkunn B+ á vorprófi)


Námsmat: Lokapróf tekið í MK og gildir 100%

MK Enska 2. áfangi

kennt allan veturinn í Lindaskóla, 3 stundir

Kennari:  Enskukennari


Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta til þess að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur lesa bókmenntaverk og texta almenns eðlis.  Þjálfun í að tjá sig um almenn efni á ensku. Fjölbreyttar skriflegar æfingar og áhersla lögð á að skrifa skipulega texta og skipta í efnisgreinar. Nemendur hagnýti sér nýjan orðaforða á skapandi hátt.


Námsmat: Símat þar sem lögð er áhersla á sjálfstæði og góð vinnubrögð.  Próf og verkefni. Lokapróf tekið í MK.


*Nemendur sem velja þennan áfanga þurfa að hafa náð góðum árangri í ensku (einkunn B+ á vorprófi).

Árbókarnefnd

Nefndin finnur tíma sem hentar öllum í nefndinni til að hittast, 1 stund

Kennari:  Arndís Ármann Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur og stærðfræðikennari


Áfangi þar sem nefndin vinnur að árbók árgangsins. Vinnan felst í að finna og taka myndir af nemendum árgangsins til að hafa í bókinni og að vinna að uppsetningu árbókarinnar og velja útlit. Einnig mun nefndin þurfa að leita tilboða hjá prentsmiðjum til að prenta bókina. Bókin afhendist á útskrift nemenda. Takmarkaður fjöldi nemenda kemst í þennan valáfanga.

Tækniskólinn, verk- og listgreinaval

Hver nemandi velur þrjá af eftirfarandi verkþáttum valsins:

Nánari upplýsingar:
https://drive.google.com/file/d/1-QkqMfAHOVcjjOaaCmoa6FXrRSwEoTXi/view