Valgreinar 2023-2024

Valgreinar fyrir 9. og 10. bekk í Lindaskóla

Síðasti dagur til að velja er mánudagurinn 23. maí 2023

Athugið að þeir nemendur sem ekki skrá sig verða skráðir í greinar sem laust verður í.

Til nemenda 8. og 9.  bekkjar og forráðamanna þeirra.

Hér á eftir verður gerð grein fyrir námstilhögun í 9. og 10. bekk skólaárið 2023 - 2024. Nú fáið þið tækifæri til þess að velja ákveðnar námsgreinar fyrir næsta skólaár. Með því eykst ábyrgð ykkar á eigin námi. Þið þurfið því að hugsa ráð ykkar vel og velta fyrir ykkur hvaða greinar henta ykkur best.

Valgreinar geta fallið niður ef of fáir sækja um. Þess vegna er mikilvægt að skrá fög til vara. 


9. Bekkur:

Námsgreinum í 9. bekk er skipt í tvo flokka:

1. Kjarni 31 kennslustundir á viku
2. Valgreinar 6 kennslustundir á viku

Samtals 37 kennslustundir á viku

1. Kjarni

Allir eru með eftirfarandi námsgreinar í kjarna:

Íslenska 7 kennslustundir á viku
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku
Danska 3 kennslustundir á viku
Enska 4 kennslustundir á viku
Lífsleikni 1 kennslustund á viku
Íþróttir 3 kennslustundir á viku
Náttúrufræði 3 kennslustundir á viku
Samfélagsgreinar 2 kennslustundir á viku
List/verkgreinar 1 kennslustund á viku
Skipulagstími 1 kennslustund á viku

Samtals 31 kennslustundir á viku

Þið megið velja sænsku eða norsku í stað dönsku ef þið hafið lært þau tungumál áður.

2. Valgreinar

Þið eigið að velja 6 kennslustundir í valgreinum á viku. Til þess að hægt sé að starfrækja valhóp þarf hann að ná ákveðinni lágmarksstærð, t.d. 12 nemendur í verklegum greinum. Því er brýnt að þið veljið námsgreinar til vara ef til þess kemur að fella þurfi niður valgrein.

Vandið vel valið því yfirleitt er ekki hægt að skipta um valgreinar eftir að skóli hefst. Hafið samráð við foreldra ykkar eða forráðamenn og kennara, sem eru að sjálfsögðu reiðubúnir að leiðbeina ykkur þegar þess er óskað.

10. bekkur

Námsgreinum í 10. bekk er skipt í tvo flokka:

1. Kjarni 31 kennslustund á viku
2. Valgreinar 6 kennslustundir á viku

Samtals 37 kennslustundir á viku

1. Kjarni

Allir eru með eftirfarandi námsgreinar í kjarna:

Íslenska 7 kennslustundir á viku
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku
Danska 4 kennslustundir á viku
Enska 4 kennslustundir á viku
Íþróttir 3 kennslustundir á viku
Náttúrufræði 3 kennslustundir á viku
Samfélagsgreinar 3 kennslustundir á viku
Skipulagstími 1 kennslustund á viku

Samtals 31 kennslustund á viku

Þið megið velja sænsku eða norsku í stað dönsku ef þið hafið lært þau tungumál áður.

2. Valgreinar

Þið eigið að velja 6 kennslustundir í valgreinum á viku. Til þess að hægt sé að starfrækja valhóp þarf hann að ná ákveðinni lágmarksstærð, t.d. 12 nemendur í verklegum greinum. Því er brýnt að þið veljið námsgreinar til vara ef til þess kemur að fella þurfi niður valgrein.

Vandið vel valið því yfirleitt er ekki hægt að skipta um valgreinar eftir að skóli hefst. Hafið samráð við foreldra ykkar eða forráðamenn og kennara, sem eru að sjálfsögðu reiðubúnir að leiðbeina ykkur þegar þess er óskað. 


Mæting er mjög mikilvægur þáttur í valgreinum


26.gr

Val í námi

Frá upphafi grunnskóla skulu nemendur eiga val í námi sínu, svo sem um viðfangsefni, námsaðferðir og námsgreinar, í samræmi við viðmið í aðalnámskrá grunnskóla og skipulag skóla. Markmiðið með því er að gera nemendur ábyrga fyrir eigin námi og skapa sveigjanleika í skólastarfi. Hluti náms getur einnig verið fjarnám og netnám.

Í 8., 9. og 10. bekk skulu nemendur eiga kost á vali um námsgreinar og námssvið í um þriðjungi námstímans.


Heimilt er að meta skipulagt nám sem stundað er utan grunnskóla, t.d. við tónlistarskóla, sem hluta af grunnskólanámi samkvæmt nánari útfærslu í aðalnámskrá grunnskóla. Stundi nemandi slíkt nám er viðkomandi sveitarstjórn ekki skylt að standa straum af kostnaði sem af því leiðir þótt námið njóti viðurkenningar í stað skyldunáms. Jafnframt er heimilt að meta tímabundna þátttöku í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám, enda falli það að markmiðum skólastarfs.


Grunnskólanemendur eiga rétt á að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi meðan þeir eru í grunnskóla enda hafi þeir sýnt fullnægjandi færni. Skólastjóri í grunnskóla veitir nemanda heimild til slíks náms utan skólans samkvæmt viðmiðum sem sett skulu í aðalnámskrá. Ákvörðun skólastjóra samkvæmt þessari málsgrein lýtur ákvæðum stjórnsýslulaga.


Ef nemandi stundar íþrótta- , list- og/eða æskulýðsstarf er það metið sem hér segir:

50-60 mínútur 2 -3 sinnum í viku jafngildir 2 stundum (100 – 199 mín á viku)

50-60 mínútur 4-5 sinnum í viku jafngildir 3 stundum (200 - 349 mín á viku)

50-60 mínútur 7 sinnum eða oftar jafngildir 4 stundum (350 mín eða meira á viku)


Ekki er hægt að taka ræktina inn í þessar mínútur.

 

Val í 9. bekk        Nemendur velja 6 stundir

Val í 10. bekk      Nemendur velja 6 stundir