Valgreinar - 7. bekkur

MÁNUDAGUR

Heiti: Myndasögumyndir: DC og Marvel. Eftir áramót

Fyrir hverja: 7., 8. og 9. bekkur

Hvenær: Mánudagar

Kennari:  Gísli Þór Gíslason

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Við munum horfa á myndasögumyndir (e. Comic book movies) frá Superman: The Movie yfir í MCU myndir, FOX marvel og DCEU myndirnar. Svo munum við greina stuttlega frá því hvað gerir mynd að myndasögumynd og hvernig þær hafa þróast.

*Leyfisbréf frá foreldrum þarf að liggja fyrir þátttöku námskeiðsins.

Heiti: Harry Potter og umræðurnar. Fyrir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Mánudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Iðunn Haraldsdóttir

Lýsing: Skoðum hvernig ákveðin þemu koma fram í bókunum svo sem: góð og vond öfl, uppreisn, fordómar, galdrar, hugrekki og fleira. Æfum okkur í rökræðum um hina ýmsu hluti og tökum afstöðu með og á móti.

Eftir önnina eiga nemendur að geta fundið tengingar á milli Harry Potter bókanna og rómverskrar goðafræða. Nemendur skrifa stutta ritgerð sem tengist bókunum.


ATH! Skilyrði að nemendur hafi lesið fyrstu 4 bækurnar í bókaflokkinum Harry Potter eða horft á myndirnar. 


Heiti: Harry Potter og umræðurnar. Eftir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Mánudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Iðunn Haraldsdóttir

Lýsing: Skoðum hvernig ákveðin þemu koma fram í bókunum svo sem: góð og vond öfl, uppreisn, fordómar, galdrar, hugrekki og fleira. Æfum okkur í rökræðum um hina ýmsu hluti og tökum afstöðu með og á móti.

Eftir önnina eiga nemendur að geta fundið tengingar á milli Harry Potter bókanna og rómverskrar goðafræða. Nemendur halda kynningu á einhverjum þætti sem þeim þykir áhugaverður í bókunum.


ATH! Skilyrði að nemendur hafi lesið síðustu 3 bækurnar í bókaflokkinum Harry Potter eða horft á myndirnar.



Heiti: Kökuskreytingar. Eftir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Mánudagar 

KennariAnna Kapitola Engilbertsdóttir

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Farið verður yfir grunnþætti kökuskreytinga fyrir alla þá sem vilja geta bakað og  skreytt fallegar kökur, bollakökur, brauðtertur og snittur heima. Á námskeiðinu  verður farið yfir hvernig við jöfnum kökubotna og hvaða fyllingar við getum  notað. Kennt verður hvaða hráefni og hlutföll eru best til að blanda smjörkrem,  bragðbæta og lita kremið. Við munum skoða hvaða verkfæri er best að nota og  hvernig hægt er að skreyta á marga mismunandi vegu með sömu verkfærunum. Í  lokin gefst nemendum kostur á að skreyta tertu með aðferðum að eigin vali þar  sem þeir eiga að sýna hvað þeir hafa lært. Allir fá aðgang að völdum rafrænum  uppskriftum og upplýsingum. 

MIÐVIKUDAGUR

Heiti: Smiðjur og klúbbar. Hægt að velja fyrir eða eftir áramót.

Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar kl. 17:00.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Kjarninn félagsmiðstöð - Halldór og Viktor

Lýsing: Nemendur geta tekið þátt í ýmsum smiðjum og klúbbum. Stíll hönnunarkeppni, danskeppni, spurningakeppni, söngkeppni, skreytingar, leiktæki, spil og leikjatölvur. Nemendur hafa mikil áhrif á það sem gert er í þessu vali.

Heiti: Stuttmyndagerð. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Miðvikudaga 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Hlynur Þorsteinsson, leikari

Lýsing: Í þessum áfanga munum við læra hvernig sögur eru sagðar í formi kvikmynda og stuttmynda. Nemendur munu læra að koma auga á þá þætti sem gera góða sögu góða. Nemendur læra að sjá hvað þarf til þess að koma sögunni til skila í formi handrits og síðan í formi stuttmyndar.


Nemendur munu fá kennslu í tjáningu fyrir framan myndavél og öðlast þekkingu í þeim atriðum sem leikari þarf að vita til þess að leika í kvikmyndum. Notast verður við spjaldtölvur nemenda.


Meðal fyrirhugaðra verkefna.

-Hugmyndavinna

-Handritaskrif, atburðarskrá.

-Leiklist og tjáning

-Upptaka á mynd

-klipping

Heiti: Badminton. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur.

Hvenær: Miðvikudagar kl. 14:10-15:00 í Smáranum

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Ragnar Róbertsson

Lýsing: Badminton er skemmtileg íþróttagrein sem hægt er að stunda svo lengi sem maður stendur í fæturna.  Í ár er hægt að velja að mæta í Smárann einu sinni í viku til þess að æfa sig í badminton.  Lögð verður áhersla á að nemendur læri reglur leiksins og öðlist frekari færni með spaðann.  Auk þess að spila leikinn verður farið í ýmsa upphitunarleiki, gerðar verðar léttar líkamsæfingar og sett verður upp mót.  Farið verður í heimsókn í Tennishöllina og nemendur fá að kynna sér bæði tennis og padel.

FÖSTUDAGUR

Heiti: Tilraunir í eðlis- og efnafræði. Fyrir og eftir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Föstudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Þórunn Arnardóttir

LýsingÝmsar tilraunir í eðlis- og efnafræði unnar. Heimsókn á Vísindasafnið.

Heiti: Bókaklúbbur. Hægt að velja fyrir eða eftir áramót.

Fyrir hverja: 7., 8. 9. og 10. bekkur.

Hvenær: Föstudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Margrét M. Olsen

LýsingBókaklúbbur þar sem við skoðum bækur út frá ýmsum sjónarhornum. Lesum, horfum og njótum bókmennta saman.