kennt allan veturinn í 40 mínútur, 1 stund.
Kennari: Íslenskukennari og stærðfræðikennari
Í þessum áfanga er tækifæri fyrir alla nemendur sem vilja auka færni sína í íslensku og/eða stærðfræði óháð núverandi færni. Námsefni og yfirferð er aðlöguð að nemendum og markmiðum sem þeir setja sér í samvinnu við kennara. Nemendur hafa val um hvora smiðjuna þeir fara í frá viku til viku.
Námsmat: Símat þar sem lögð er áhersla á góð vinnubrögð og sjálfstæði.
kennt allan veturinn í 80 mínútur, 2 stundir
Kennarar: íþróttakennarar
Lögð er áhersla á að auka hreysti nemenda og efla heilbrigt líferni þeirra. Reynt verður að blanda saman innihreysti og útiveru. Nemendur kynnast t.d. golfíþróttinni og íslenskri glímu. Undirbúningur fyrir skólahreysti til þess að efla nemendur til dáða og gefa öllum kost á að taka þátt sem hafa áhuga.
Útivera: Þríþraut (hjóla, hlaupa og synda), gengið kringum Elliðavatn, gengið á Esjuna, fjöruþrek, sjósund í Nauthólsvík. Skíðaferð í Bláfjöll.
Inniæfingar: Þrek og þol þar sem fléttaðar eru saman skemmtilegar og óhefðbundnar æfingar.
Kaðallinn verður tekinn í gegn.
Stökkkraftsmælingar.
Nemendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt og leggja sig fram af áhuga og gleði.
Mens sana in corpore sano.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Námsmat: Símat er allan veturinn, þátttaka, verkefni, virkni, áhugi og hegðun nemanda gildir til lokaeinkunnar.
kennt í 80 mínútur allan veturinn, 2 stundir
Kennari/DM: Hanna Clara Minshull
Kanntu að spila DnD? Viltu læra? Í áfanganum búa nemendur sér til persónu og spila í gegnum ævintýri sem DM (dungeon master) stýrir á ensku. Áhersla verður lögð á samskipti spilara í hlutverkaleik. Einnig verða önnur spil spiluð.
Námsmat: Símat þar sem metin verður virkni og þátttaka nemenda, samskipti og virkni.
kennt í 40 mínútur allan veturinn, 1 stund
Kennari: Sophia Kistenmacher
Helsta áhersla er á talað mál en einnig verður farið yfir undirstöðuatriði í málfræði og grunnorðaforði þjálfaður á fjölbreyttan hátt.
Meginmarkmið:
· Að geta skilið grunnorðaforða á þýsku
· Að læra undirstöðuatriði í málfræði
· Að geta tjáð sig með einföldum hætti, spurt og svarað spurningum um sjálfan sig
· Þjálfist í að skilja stuttar talaðar setningar á þýsku og skrifa stuttar setningar
· Að vekja áhuga á landi og þjóð
Í lok annar ættu nemendur að geta tjáð sig með einföldum hætti.
Helstu viðfangsefni:
Orðaforði sem er byggður upp úr nánasta umhverfi og athöfnum daglegs lífs.
Leiðir og kennsluaðferðir:
Þýsk tónlist, vinnublöð, námsleikir/spil, margmiðlunarefni.
Námsmat:
Þátttaka í kennslustundum og í hóp- og einstaklingsverkefnum alla önnina. Einnig skila nemendur inn lokaverkefni þar sem þeir sýna kunnáttu sína á skapandi hátt.
aðstoð í frístund allan veturinn í 120 mínútur í senn, 3 stundir
Þjálfun: Kristín Lillý Kjærnested, forstöðumaður Demantabæjar
Nemendum býðst að koma í frístundina, Demantabæ í Lindaskóla og aðstoða við gæslu yngri nemenda í frístund, leika við þau og kynnast starfinu. Forstöðumaður frístundar hefur yfirumsjón með starfinu og leiðbeinir nemendum.
Námsmat: Símat allan veturinn, mæting, þáttaka, virkni, áhugi og hegðun nemanda gildir til lokaeinkunnar.
1 stundir
Umsjón: starfsmenn Jemen, einu sinni í viku 2 stundir í senn.
Farið yfir skipulag á því að halda viðburði. Undirbúa dagskrá Jemen og kynna fyrir samnemendum.
Námsmat: Símat allan veturinn, mæting, þáttaka, virkni, áhugi og hegðun nemanda gildir til lokaeinkunnar.
Umsjón: starfsmenn Jemen, einu sinni í viku 1 stund í senn frá október fram að árshátíð.
Námslýsing: Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert. Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000. Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og virkja sköpunarhæfileikana. Keppnin vekur jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar, gefur þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu hópsins. Í valinu fer allur undirbúningur fyrir keppnina fram, gerð hönnunarmöppu, kostnaðaráætlun, ásamt hönnun á búning, hári og förðun.
Markmið: Að hvetja nemendur til listsköpunar og hvetja þá í frumlegri sköpun og hugsun. Þjálfist í að taka þátt í keppni þar sem að nemendur þurfa að sýna fram á upphaf ferils til lokaafurðar.
Námsmat: Virkni, áhugi og ástundun.
Kennt fyrir áramót 80 mín í senn, 1 stund
Kennari: Ásta Björk Agnarsdóttir
Þessi áfangi er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga og eru forvitnir um vísindi. Í kennslustundum verða fjölbreyttar tilraunir og athuganir bæði inni og úti. Þið æfið ykkur einnig í að setja fram ykkar eigin rannsókn (skýrslugerð). Stefnt verður að heimsækja Vísindasmiðju Háskóla Íslands.
Markmið
· Fái aukinn áhuga á tilraunum og náttúruvísindum
· Tileinki sér vinnuferli og öðlist færni í að fylgja fyrirmælum.
· Þjálfa vísindalæsi, beita skapandi og gagnrýnni hugsun í vinnu sinni.
Námsmat: Ástundun, virkni og áhugi. Einnig er unnið út frá hæfniviðmiðum í náttúrugreinum.
Kennt fyrir áramót 80 mín í senn, 1 stund
Kennari: Margrét Ásgeirsdóttir
Í þessum valáfanga ætlum við að rýna vel í margt sem viðkemur fyrri og seinni heimstyrjöldunum. Við munum horfa á bíómyndir og heimildamyndir sem við vinnum svo úr og margt fleira.
Námsmat: Ástundun, virkni og áhugi. Einnig er unnið út frá hæfniviðmiðum í samfélagsfræði greinum.
Kennt fyrir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund.
Kennari: Hanna Rut Heimisdóttir
Nytjahönnun
gamalt verður að nýju. Nemendur fá tækifæri til að endurvinna gamlar flíkur og gefa þeim framhaldslíf. Farið verður í efnisfræði og mismunandi efni skoðuð með gagnrýnum hug með tilliti til notagildis, endurnýtingar og umhverfisverndar. Einnig verða skoðaðar fjölbreyttar leiðir til að skreyta flíkur; fataþrykk, útsaumur, teikning og fl.
Námsmat - virkni, færni, afurð, hugarfar, vinnusemi og umgengni. Stuðst verður við leiðsagnarmat.
Skoðið QR kóðana til að sjá þær hugmyndir sem stuðst verður við.
kennt í 80 mínútur fyrir áramót, 1 stund
Kennari: Erla Sigurbjartsdóttir
Í valáfanganum eldað og bakað verður áhersla lögð á matseld og bakstur. Í lok tímans borða nemendur saman afrakstur tímans eða taka með sér heim, ef verkefnin eru þannig uppbyggð. Nemendur læra að lesa uppskriftir rétt, þekkja helstu eldhúsáhöld og hráefni. Unnið er í hópum þar sem góð samvinna er lykilatriði. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti, að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð, samvinnu og að frágangur sé góður eftir að verkefni er lokið.
Námsmat: Símat þar sem metin verða vinnubrögð, samvinna, sjálfstæði og síðast en ekki síst frágang á sínu vinnusvæði
Kennt eftir áramót 80 mín í senn, 1 stund
Kennari: Sigrún Gróa Jónsdóttir
Tæknismiðja
- stafræn sköpun og hagnýt tölvukunnátta.
Í þessu vali öðlast nemendur færni í að nota tölvur og stafræna tækni á hagnýtan og skapandi hátt. Farið verður yfir helstu vinnsluforrit eins og Google docs, Google sheets (sambærileg forrit við word og excel), kynnast Canva, læra einfalda vefhönnun, æfa fingrasetningu og margt fleira.
Nemendur vinna sjálfstætt í fjölbreyttum verkefnum sem efla tæknifærni, sköpunargleði og sjálfstæða hugsun. Valið hentar öllum þeim sem vilja auka stafræna færni sína - bæði þeim sem eru að byrja og þeim sem vilja læra meira.
Kennt eftir áramót 80 mín í senn, 1 stund
Kennari: Kolbrún Heiða Kolbeinsdóttir
Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í heim kvikmyndanna og læri ensku í gegnum þær. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að fylgja þræði í kvikmyndinni þannig að þeir geti sagt frá eða unnið úr honum á annan hátt. Lagt er upp með að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun og færni í tjáskiptum og rökræðum á ensku eins og kostur er. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hver boðskapurinn í viðeigandi kvikmynd er.
kennt eftir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund
Kennt eftir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund
Kennari: myndlistarkennari
Markmið:
að geta fylgt hugmynd til endanlegs myndverks sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal.
að geta nýtt sér í eigin sköpun grunnþætti myndlistar með fjölbreytta miðla og tækni, s.s. teikningu, liti og formfræði, myndbyggingu og rými og áferð.
að geta unnið sjálfstætt á grundvelli þekkingar og færni á grunnþáttum og aðferðum myndlistar.
að þekkja og geta nýtt sér hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum myndlistar.
að þekkja fjölbreytni samtímalistar og greint hvernig hún fæst við álitamálefni daglegs lífs með fjölbreyttum nálgunum.
Nám og kennsla: Verkleg kennsla ásamt kynningu á listasögu tengd þeim verkefnum sem lögð verða fyrir nemendur.
Verkefni: Skissur og hugmyndavinna, blýants og pennateikningar, olíukrítar og þurrkrítarverkefni, vatnslitamálun, akríl málun, þrykk, leirmótun og listasaga. Nemendur geta aðlagað verkefni að eigin áhugasviði.
Námsmat: Í öllum kennslustundum er skoðað hvernig nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt, hvernig þeim tekst að vinna með áunna þekkingu og reynslu í námsgreininni og hvernig þeir nýta sér handbækur og tiltæka gögn. Einkum er skoðað vinnusemi – virkni, færni – leikni, sköpun og umgengni um efni og áhöld.
kennt eftir áramót í 80 mínútur í senn, 1 stund
Kennari: Arndís Ármann Halldórsdóttir
Í þessum áfanga munu nemendur kynnast heimi markaðsfræðinnar. Skoðað verður hvað markaðsfræði er og hvernig fyrirtæki markaðssetja vöruna sína og koma henni á markað. Nemendur skoða ýmis fyrirtæki og hvernig fyrirtækin eru farin að nota stafræna miðla t.d Facebook og Instagram til þess að auglýsa vörurnar sínar og gera þær eftirsóknarverðar. Einnig munu nemendur fá innsýn inn í heim fjármálalæsis.
Námsmat: Verkefnavinna og mæting. Ekkert lokapróf.
kennt í 80 mínútur eftir áramót, 1 stund
Kennari: Erla Sigurbjartsdóttir
Í bakstursvali verður unnið með bakstur á brauði, öðrum gerbakstri, og hrærðu deigi. Nemendur læra að lesa uppskriftir rétt ,þekkja helstu eldhúsáhöld og hráefni.
Unnið er í hópum þar sem góð samvinna er lykilatriði. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti, að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð, samvinnu og að frágangur sé góður eftir að verkefni er lokið.
Námsmat: Símat þar sem metin verða vinnubrögð, samvinna, sjálfstæði og síðast en ekki síst frágang á sínu vinnusvæði.
kennt allan veturinn í Lindaskóla, 3 stundir
Kennari: Stærðfræðikennari
Fylgt er áfangalýsingu Menntaskólans í Kópavogi. Áhersla er lögð á sjálfstæði og góð vinnubrögð. Nemendur sem velja þennan áfanga þurfa að hafa náð góðum árangri í stærðfræði (einkunn B+ á vorprófi)
Námsmat: Lokapróf tekið í MK og gildir 100%
*Nemendur sem velja þennan áfanga þurfa að hafa náð góðum árangri í stærðfræði (einkunn B+ í voreinkunn).
kennt allan veturinn í Lindaskóla, 3 stundir
Kennari: Enskukennari
Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta til þess að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur lesa bókmenntaverk og texta almenns eðlis. Þjálfun í að tjá sig um almenn efni á ensku. Fjölbreyttar skriflegar æfingar og áhersla lögð á að skrifa skipulega texta og skipta í efnisgreinar. Nemendur hagnýti sér nýjan orðaforða á skapandi hátt.
Námsmat: Símat þar sem lögð er áhersla á sjálfstæði og góð vinnubrögð. Próf og verkefni. Lokapróf tekið í MK.
*Nemendur sem velja þennan áfanga þurfa að hafa náð góðum árangri í ensku (einkunn B+ á vorprófi).
Nefndin finnur tíma sem hentar öllum í nefndinni til að hittast, 1 stund
Kennari: Arndís Ármann Halldórsdóttir
Áfangi þar sem nefndin vinnur að árbók árgangsins. Vinnan felst í að finna og taka myndir af nemendum árgangsins til að hafa í bókinni og að vinna að uppsetningu árbókarinnar og velja útlit. Einnig mun nefndin þurfa að leita tilboða hjá prentsmiðjum til að prenta bókina. Bókin afhendist á útskrift nemenda. Takmarkaður fjöldi nemenda kemst í þennan valáfanga.
Umsjón: starfsmenn Jemen, einu sinni í viku 1 stund í senn frá október fram að árshátíð.
Fagleg hjálp við að búa til metnaðarfullt myndband sem hæfir tilefni.
Hver nemandi velur þrjá af eftirfarandi verkþáttum valsins:
Hönnun og nýsköpun
Tréiðn
Pípulagnir
Málaraiðn
Múraraiðn
Rafiðn
Tækniteiknun
Málmiðn
Sjómennska
Forritun og vefsmíði
Ljósmyndun og myndvinnsla
Hársnyrting
Föt og fylgihlutir
Nánari upplýsingar:
https://drive.google.com/file/d/1-QkqMfAHOVcjjOaaCmoa6FXrRSwEoTXi/view