Nemendur eiga að velja fjórar valgreinar.
Við biðjum ykkur um að velja fjórar valgreinar (ekki allar kenndar á sama degi) og við reynum eftir bestu getu að verða við ósk ykkar. Hver nemandi fær 1 - 2 valgreinar eftir því hvort hann skilar undanþágu frá valgrein.
Þeir sem stunda íþróttaæfingar eða listnám mega fá undanþágu frá vali. Verður að velja hér fyrir neðan ,,Val utan skóla".
Ef nemandi stundar listnám/íþróttir utan skóla 160 mínútur á viku (2,5 klst) jafngildir það einni valgrein.
Ef nemandi stundar listnám/íþróttir utan skóla 320 mínútur á viku (5,5 klst) jafngildir það tveimur valgreinum.
Nálgast má eyðublað á skrifstofu skólans.
➡️ Velja valgreinar hér ⬅️