EKKÓ
Kársnesskóla
Nýjustu fréttir úr starfi Ekkó
Búið er að opna biðlista, þeir sem vilja skrá sig á biðlista geta skráð sig á eftirfarandi link - https://forms.gle/fTQ3rdHWMxkiGjVu9
Búið er að opna skráningu á Samfestinginn 2025. Nánari upplýsingar eru í tölvupósti sem fór til foreldra fimmtudaginn 20. mars í gengum mentor, en það var líka senda áminning bæði á foreldra og unglinga.
Síðasti skráningardagur um ósk um miða er sunnudagurinn 30. mars.
Mikið af spennandi viðburðum framundan, árshátíð, félkólan, páskaeggjaleit, brjóstsykursgerð og í byrjun maí - Samfestingurinn.
Hvetjum alla til að taka þátt.
Uppfærð dagskrá fyrir marsmánuð komin. Fullt að spennandi viðburðum, svo sem, Ekkó leikar, söngkeppni og svo hápunktur fyrir 10. bekk, Andvökunótt 10. bekkjar.
Árshátíð Ekkó og Kársnesskóla verður haldin fimmtudaginn 10. apríl 2025.
Takið daginn frá.
Eftir skóla á mánudögum og miðvikudögum verðum við með heimanámsklúbb, fyrir þá sem vilja koma og læra í Ekkó eftir skóla.
Starfsfólk Ekkó er að fara með öðrum starfsmönnum félagsmiðstöðva í Kópavogi í námsferð til Svíþjóðar, þess vegna er loka í Ekkó á meðan.
Það er sameiginleg opnun félagsmiðstöðva í Kópavogi miðvikudagskvöldið 5. mars í Fönix í Salaskóla.
Bendum öllum 10. bekkingum á því að taka frá 28. mars en þá verður andvökunótt fyrir þau.
Það var fjölbreytt dagskrá í febrúar
Krökkum í unglingadeildinni stendur til boða að kaupa peysur og buxur hjá okkur í Ekkó. En það nemandi hér sem hannaði þessar peysur og vann hönnunarssamkeppnina okkar í haust. Síðasti söludagur er 27. febrúar, en hægt verður að borga með millifærslu eða með því að borga með korti í Ekkó. (vorum að taka í gagnið posa).
Hægt er að velja um þrjá liti, svartar, gráar og hvítar. Athugið buxurnar eru beinar niður en ekki með teyju að neðan eins og er á myndinni.
Peysan kostar 5500, buxur kosta 5000 en ef keyptar eru peysur og buxur þá kostar að 9500 krónur.
Söngkeppni Ekkó verður haldin í Ekkó 12. mars. Við hvetjum öll til að taka þátt í keppninni en hægt verður að fá stuðning við æfingar í söngklúbbi hjá Birtu á mánudögum. Skráning er hafinn á eftirfarandi hlekk - https://forms.gle/oNHBf6WXJXqVMwxG8
Mánudaginn 24. febrúar er vetrarfrí og þann dag ætlar Ekkó að vera með Lan hér. Þá geta unglingarnir mætt með tölvuna hingað og við spilum tölvuleiki hér frá 12:00 – 22:00. Gaman að koma saman þann dag í fríinu og eyða með félögunum í að spila skemmtilega leiki og taka gott spjall á milli. Við gerum ráð fyrir að þetta kosti ekki neitt, nema ef við pöntum pizza.
Skráning fer fram hér https://forms.gle/ieFkXTzAaDNm7mHr7
Janúardagskrá Ekkó
Búið er að opna umsóknareyðublað fyrir skíðaferð Félkó (félagsmiðstöðva í Kópavogi) til Akureyrar 28. feb. - 2. mars 2025.
Þar sem við fáum takmörkuð pláss, viljum við gefa öllum tækifæri til að sækja um að fara í ferðina. Hægt er að sækjum um að fara í skíðaferðina til og með sunnudeginum 2. febrúar. Ef umsækjendur verða fleiri en laus pláss fer starfsfólk Ekkó yfir umsóknirnar, en eitt af því sem horft er á er mæting í Ekkó eins og var kynnt í haust.
Heildarkostnaður unglings í skíðaferðina er 30.000 kr.
ATH: Þessi ferð er einungis fyrir vant skíða og brettafólk. Þurfa ekki kennslu og eru sjálfbjarga í fjallinu í nokkrar klst í einu.
Sendur verður póstur á forráðamann þeirra sem fá pláss og þeir beðnir um að fylla út ítarlegri skráningu og staðfesta að unglingurinn ætli að fara.
Umsóknareyðublað - https://forms.gle/4wFCcjWoUFRnXcCU9
Nánari upplýsingjar hjá starfsfólki Ekkó
Keppninni var frestað til 28. febrúar vegna veðurs
Veðurspáin fyrir Bláfjöll lítur vel út fyrir miðvikudaginn og því ákváðum við að gera tilraun til að skella okkur á skíði í Bláfjöllum. Skráningu líkur á hádegi miðvikudaginn 29. janúar. Skráning fer fram á eftirfarandi hlekk - https://forms.gle/ib4y5ivTj2h26Xfh8
Margt spennandi að gerast í desember. Við skreytum piparkökur bæði miðstig (á sínum árgangaopnunum) og eins unglingarnir. Hjá unglingunum er einnig farið á skauta á Nova svellinu (ath! þetta er viðburður sem kostar 1000 krónur að taka þátt í), verður kakóbar þegar búið er að skreyta jólatré, ásamt því sem margir hafa beðið eftir brjótsykursgerð. Við bendum einnig á breytingu á opnunartíma á föstudögum, núna opnum við 19:30, eins og aðra kvöldopnunardaga, en á föstudögum er opið til 22:45.
Hér má sjá opnanir fyrir miðstig fram að jólum og hvaða árgangur er hvenær.
Sameiginlegt jólaball Ekkó og Kársnesskóla verður haldið 19. desember. Við hvetjum alla til að taka kvöldið frá.
Vilt þú taka þátt í Fifa móti. Endilega skráið ykkur hjá okkur, í síðasta lagi 4. desember. Tveir saman í lið
Nóvemberdagskrá fyrir unglingastigið er tilbúin. Stæðstu viðburðirnir, eru Halloween ball, Rafíþróttamót, Árgangaopnun og Fótboltamót.
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, fagnar 25 ára afmæli sínu í ár! Keppnin fer fram í Fellahelli - Fellaskóla, og í ár munu nokkrir leynigestir stíga á svið ásamt öðrum óvæntum uppákomum. Dagskráin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Keppendur þurfa að vera á grunnskólaaldri, í 8.-10. bekk. Skilyrði er að textar séu frumsamdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamið.
Hrekkjavökuball Félkó verður 8. nóvember í Dimmu í Vatnsendaskóla.
Send verða leyfisbréf á alla foreldra/forráðamenn sem þarf að skila í Ekkó í síðasta lagi fimmtudaginn 7. nóvember. Einnig er hægt að fá útprentuð blöð í Ekkó.
Það kostar 1500 krónur á ballið, en þægilegast er að greiða miðann með því að leggja inn á reikning Ekkó. Reikningsnúmerið er 0536-26-006671 og kennitala 700169-3759. En reikningurinn er á nafni Kópavogsbæjar, æskilegt er að setja nafn barns eða skammstöfun í stuttar skýringar.
Nánari upplýsingar á Instagramminu
@hinsegin_felko
Birta okkar er með söngklúbb alla mánudaga í Ekkó
Ný staðsetning í Hrafninum.
Búið er að kjósa í nemendaráð Ekkó og Kársnesskóla.
Hægt er að skrá sig á mætingarlista í Ekkó og fá mætingarstig fyrir að mæta. Þeir sem mæta vel fá forgang á viðburði.
Í þessum mánuði er lögð áhersla á árgangakvöld, ásamt undirbúningi fyrir ÍTK.