Google skólaumhverfið

Google skólaumhverfið

Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa aðgang að G-suite (Google) skólaumhverfinu. Allir nemendur Hvaleyrarskóla í 5. - 10. bekkjum hafa fengið afhent sérstakt Google netfang (hfjskoli.is) sem þeir eiga að nota til að skrá sig inn í Google aðganginn sinn. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir helstu forritin sem notuð eru í skólanum.

Google Classroom

Google Classroom er notað af mörgum kennurum í 5. - 10. bekk. Það er svokölluð rafræn kennslustofa. Þar geta nemendur nálgast verkefni frá kennurum sínum, unnið þau og skilað tilbaka til kennara til yfirferðar.

Google drif (Drive)

Google Drifið er geymslumappan í Google umhverfinu. Þar vistast þau skjöl sem eru búin til í Google forritunum.

Google skjöl (Docs)

Google skjöl er ritvinnsluforrit sem býður upp á þann möguleika að nemendur geta unnið verkefnin sín hvar sem er svo lengi sem þeir nota sama google aðganginn sinn. Forritið býður upp á þann möguleika að nemendur vinni saman í einu skjali. Í Hafnarfirði hafa allir nemendur aðgang að skóla netfangi sem tengist Google skólaumhverfinu (g-suit) notandi.hvk@hfjskoli.is.

Google Skyggnur (Slides)

  • Google skyggnur virka eins og rafrænar glærur. Líkt og hin þá þarf einungis að hafa google aðgang og aðgang að Netinu til þess að vinna í Google forritum. Nemendur geta unnið glærukynningu saman með því að deila

  • Hér má finna leiðbeiningar fyrir Google skyggnur

Google Hangouts

Spjallforrit sem gefur nemendum t.d. tækifæri til að ræða saman um verkefni í mynd, tali og textaformi.

Google Hangouts Meet

Fjarfundar- og kennsluforrit. Í Meet getur kennari boðað nemendur á fjarfund um t.d. ákveðið námsefni sem þarf að fara yfir.

Google Expeditions

Farðu í ferðalag um heiminn meðan þú situr heima í stofu.

Gmail

Í þennan póst koma t.d. tilkynningar ef kennari setur inn ný verkefni í Google Classroom.

Google Jörð

Skoðaðu heiminn í gegnum 3D möguleika Google Earth.

Google dagatalið

Nýttu t.d. möguleika Google dagatalsins til þess að skipuleggja heimanám vikunnar

Google Töflureiknir

Búðu til töflureikni og/eða breyttu. Deildu honum með samnemendum og þá getið þið unnið saman í sama töflureikninum

Google Myndir

Geymdu myndirnar þínar á öruggum stað og nálgastu þær í hvaða tæki sem er.

Google Chrome

Vafri frá Google. Tengist hfjskoli.is netfanginu ykkar eins og öll Google forritin gera.

Google Translate

Þýddu hvaða texta sem er yfir á hvaða tungumál sem er.

Google Maps

Virkar eins og GPS-tæki. Segir þér hvar þú ert og hvaða leið er best að fara á milli staða.