Heimaskóli Hvaleyrarskóla

Velkomin á Heimaskóla Hvaleyrarskóla, upplýsingasíða til að styðja kennara nemendur og foreldra á þessum fordæmalausu tímum.

Skólastarf hefur tekið margvíslegum breytingum á undanförnum misserum. Allir skólar eru sífellt að leita leiða til að bæta árangur sinn með hag nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Skóli er vettvangur breytinga og þróunar, og skapandi starf verður að koma að sem mestum hluta innan frá. Skólinn verður að skapa verkefni sem eru þess eðlis að þau virki hvetjandi á nemendur.

Hér er ekki verið að flytja kennslustofuna alfarið yfir á rafrænt form. Hér er einungis verið að mæta þörfum nemenda sem vilja auka þekkingu sína og þjálfa áður lærða færni.

Hér frá þessari vefsíðu er hægt að nálgast alls konar upplýsingar um öpp, verkefni fyrir hvert aldurstigi og fróðlegt efni sem tengist námi gegnum upplýsingatækni.

SETJUM HEIMSMET Í LESTRI

VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals.

Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.

Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.

Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!

Tími til að lesa er verkefni á vegum Menntastofnunar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Tekið af heimasíðu verkefnisins.