Þar sem ekki hefur mátt kenna íþróttir og sund hafa íþróttakennarar verið duglegir að fara með nemendur í útivist. Þegar veður hefur hamlað för í útiveru hafa kennarar farið með nemendur í jóga, slökun, teygjur og núvitund. Arna Tómasdóttir, jógakennari, hefur liðsinnt okkur með þennan þátt með góðum árangri.